Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 102
96
Um mannfræðileg't gildi fornísl. mannlýsinga. [Skírnir
vert var að þeir samsvöruðu sér vel, væru vel á sig komn-
ir. Stórir og klunnalegir útlimir, einkum hendur og fæt-
ur, þóttu þeim ljótir. Hins vegar gazt þeim vel að sterk-
legum hand- og fótleggjum.
En einnig þeir, sem kallaðir eru meðalmenn vexti
eða jafnvel litlir vexti, eru oft taldir fríðir sýnum; aft-
ur á móti eru margir af þeim, sem kallaðir eru miklir
vexti og sterkir, taldir Ijótir, enda eru þeir þá oftast
jafnframt svartir á hár og dökkir á hörund. En þeir,
sem þykja bera af öðrum að fríðleik og glæsimennsku,
eru ávallt miklir vexti.
Af því, sem nú hefir verið sagt um fegurðarhug-
sjón forfeðra vorra, verður augljóst, að hún hefir orðið
fyrjr langsterkustum áhrifum frá hinum norræna kyn-
stofni. Nær öll þau líkamseinkenni, sem forfeðrum vor-
um hafa þótt fögur, eru einkenni hins norræna kyn-
stofns. Þeir, sem ljótir eru kallaðir, hafa efalaust verið
af öðrum kynstofni. Af þessu má ráða, að meiri hluti
íslenzkra landnámsmanna muni hafa verið af norræn-
um kynstofni, en þó muni nokkur hluti þeirra hafa verið
af öðrum kynstofni.
Það er mjög eftirtektarvert, hve sjaldan er getið
um kvenlegan fríðleik í fornsögunum. Þetta verður
skiljanlegra, þegar vér gætum þess, að samband karls
og konu var á þeim dögum að jafnaði hvorki tilfinn-
ingaríkt né ástríðuþrungið, eftir fornsögunum að
dæma. a) Þess vegna lögðu menn litla rækt við að lýsa
útliti kvenna. Mannshugsjón þeirrar tíðar var hugsjón
karlmannsins — ekki konunnar.
Fegurðarhugsjón fornmanna kemur líklega hvergi
skýrar í ljós heldur en í Rígsþulu. Rígsþula segir frá
uppruna stéttanna. Guðinn Heimdallur, er nefnist Rígr,
fór um mannheim og kom til þriggja hjóna, Áa og Eddu,
1) Sjá um þetta atx’iði, Gustav Neckel: „Der Wert der is-
landischen Litei-atur“, bls. 17—22 í Deutsche Islandforschung 1930,
1. bindi: Kultur. Breslau 1930.