Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 114
108
Höfðingjabragur meS Aröbum og íslendingum. [Skírnir
Þurr er nú mjög af þorsta
þungum í munn mér tunga;
lát þú því böli ljótu
létt og mér vatnsdrykk réttu.
Takir þú slíkt af með öllu,
eitt bið ég þó að veitt sé:
Seg þú minni sigurdjarfri
sveit hvar hún mín leiti.
En Djassás neitaði bóninni og bar við ofstopa Kuleibs.
Svipar hér nokkuð til frásagnarinnar í Gunnlaugs
sögu Ormstungu af viðureign þeirra Hrafns og Gunn-
laugs, þegar Hrafn var særður til ólífis, en þar skilur
þó, hvernig Gunnlaugur varð við bón Hrafns.
Eftir þetta flúði Djassás á náðir kynþáttar síns, og
er hann kom þangað, sat faðir hans á þingi og sá til
reiðar hans. Brá honum þá mjög og varð að orði: „Nú
hefur illt af Djassás hlotizt“. Er Djassás kom að tjöld-
unum, spurði faðir hans: ,,Hvað átt þú nú að baki þér“
(má wará’a-ka,). Djassás svaraði ,,Ég hefi vegið Kuleib“.
Þá sagði faðir hans: ,,Þú verður einn að svara til þeirr-
ar sakar“, og lét síðan setja Djassás í bönd. Er frá leið,
bar hann málið undir þing ættarinnar, og leitaði eftir,
hvort ekki ætti að framselja Djassás, ef réttir vígsaðilj-
ar krefðust þess. En ættin þvertók fyrir þetta, því þó að
Djassás hefði unnið níðingsverk, þótti það ekki sæma að
framselja neinn nið ættarinnar. Nú tók Sjaibán-kyn-
kvíslin sig upp, því að hún þorði ekki að eiga undir
Taghlib-ættinni fyrir sakir ofríkis hennar, og leitaði
hún til nýrra beitilanda. Hófst síðan styrjöld, og er það
sumra mál, að Djassás særðist á einum hinna fyrstu
funda, en aðrir segja, að hann hafi leitað á náðir ann-
ars kynstofns.
Muhalhil bróðir Kuleibs tók nú við forráðum Taghlib-
ættarinnar og strengdi þess heit, að hann skyldi forðast
faðmlög kvenna, mansöngva (nasíb), dufl og drykk, unz
Kuleibs væri hefnt. Það er sagt um Muhalhil, að hann
hafi orðið fyrstur Araba til þess að yrkja drápu (qasíde)r