Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 153
Skírnir]
Fagurt mál.
147
varpa, vænta, krimta eru l, r, n, m órödduð og mjög ólík
því, sem Norðurlandabúar, Þjóðverjar og Englendingar
mundu láta sér um munn fara.
Náskylt órödduðum framburði þessara hljóða er h-
hljóð það, er Islendingar skjóta inn milli stutts sérhljóðs
°g pp, tt, kk (pn, tn, kn) í orðum eins og keppa, hattur,
ekki (vopna, vatna, sakna). Færeyingar gera slíkt hið
sama, en annars er það óvenjulegt.
í meðferð sérhljóða er einkum vert að taka eftir
veglum um lengd. I íslenzku er reglan einföld, bæði ein-
hljóð og tvíhljóð eru löng eða stutt, allt eftir því, hvaða
samhljóðar eða samhljóðasambönd standa á eftir þeim.
I þessu atriði líkist íslenzka einkum sænsku og þýzku. En
það hefir sýnt sig, að hin stuttu tvíhljóð í íslenzku (t. d.
æstur, eitt, háttur, nótt) eru útlendingum óþægir ljáir í
þúfu, enda fer hér oft saman bæði hið stutta tvíhljóð og
hið óvenjulega óraddaða hljóð (h-hljóð) í enda sér-
hljóðsins.
Eflaust mætti tína fleira til af því, sem einkenndi
íslenzkuna í eyrum útlendinga. En ef fara ætti nákvæm-
lega út í þá sálma, yrði úr því samanburður á hljóðkerf-
um íslenzku og nágrannamálanna — langt mál og lík-
lega leiðinlegt.
En á það skal bent að lokum, að flest af því, sem
skilur íslenzku frá nágrannamálunum, það, sem hér að
framan hefir verið talið, kemur undir flokkana órödduð
hljóð og samhljóð.
III.
Eg býst við, að þótt framanskráðar athugasemdir
séu fátæklegar, þá hafi þær þó nægt til að gera það senni-
legt, semfullyrtvar í upphafi, að ekki væri hægtað finna
neinn algildan mælikvarða fyrir fegurð framburðar eða
mælts máls.
Öllum þorra manna mun þykja það fegurst, sem þeir
eru vanastir við og skilja bezt innan síns móðurmáls. Er-
10*