Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 49
Skírnir]
Spámenn ísraels.
43
leyti til sanns vegar færa, aS spámenn ísraels eru á sum-
an hátt einstæðir, og að engir þola samjöfnuð við þá.
En nú á tímum munu allir játa, að einhverjir spámenn
hafi lifað með sérhverri þjóð á öllum öldum. Hvað er
spámaður? í daglegu tali táknar heitið mann, sem get-
ur sagt fyrir óorðna hluti; oftast fyrir einhverskonar
opinberanir, en stundum aðeins af framsýni, sem sprott-
er af meiri vitsmunum en almenningi eru gefnir. En
íi’ummerking spámannsnafnsins er önnur og meiri, eða
að líkindum þessi: sá, sem andinn streymir yfir, sá, sem
talar af innblæstri. Og hún kemur betur heim við aðal-
starfsemi spámanna ísraels, sem var fyrst og fremst fólg-
í öðru en að lyfta fortjaldi framtíðarinnar, eins og
síðar verður sýnt. Einfaldasta skýrgreiningin á hlutverki
þeirra er sú, að þeir voru boðberar guðlegrar opinber-
unar. Þeir fluttu nýjar og samhljóða kenningar annars
vegar um eðli, vilja og ætlun Guðs, hins vegar um gildi,
abyrgð og ákvörðun mannssálarinnar. Og þeir héldu því
skýlaust og óhikað fram, að þessi sannindi væru opinber-
UÖ frá æðra heimi. Spásagnir þeirra um hið ókomna voru
sannanir, sem þeir færðu fyrir réttmæti trúar- og siða-
kenninga sinna. Úr því þær opinberanir rættust, var það
aðeins heimskra manna háttur, að efa sannindi hinna
annara opinberana, sem fengnar voru alveg á sama hátt.
Efnishyggjumenn, sem vilja ekki kannast við til-
veru neins æðra heims, og þar af leiðandi geta ekki ját-
að, að neinar opinberanir hafi átt sér stað, hafa náttúr-
lega með mörgu móti reynt að gera sér og öðrum skiljan-
legt, að spámennirnir hafi komið fram meðal ísraels-
^anna með eðlilegum hætti. Eins eru ærið skiptar skoð-
anir þeirra, er trúa, að guðleg opinberun hafi verið hér
að verki, á spámönnunum og boðskap þeirra. Verður
bér sumra getið til að benda á ágalla þeirra, svo að
ínönnum verði ljósari og hugfastari hinn rétti skilningur
á spámönnunum.
Meir en lítið hefir verið skrifað í því skyni, að leiða