Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 123
Skírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum.
117
bíu að kalla má eyðimerkur eina^’ með vinjum. í Arabíu
er rub ’al-khálí, ferning-urinn auði, en á íslandi er Ódáða-
hraun og Sprengisandur. Loftslag og veðurlag er óhag-
felt á báðum stöðum, — hér er óveðrasamt, en þar eru
háskalegir þurrkar. Löndin eru bæði óhemjustór og langt
á milli bæja og tjaldstaða. Líf manna er óþrotleg bar-
átta við náttúruöflin. Alltítt er að komi hallæri og bjarg-
arskortur. Gunnar á Hlíðarenda varð bjargþrota einn
vetur og varð að leita á náðir Njáls. Sama skellur yfir
arabska höfðingja, þegar vætan lætur á sér standa, og
verða þeir þá að fara á flakk með fénað sinn til þess að
finna nýja haga. Er þá hætt við, að róstusamt verði með
mönnum, er þeim verður reikað út fyrir landareign
ættarinnar eða leitað til vatnsbóla annarra ætta. Ekki
gat það síður komið fyrir hér á landi, að sjálfsbjargar-
viðleitnin leiddi til óeirða, enda þótt hér væri barizt um
aðrar nauðsynjar en í Arabíu, og munu flestir kannast
við bardagann, sem varð með þeim Þorgeiri Hávarssyni
°& Þorgils Mássyni við hvalskurðinn á Ströndum norð-
ur, sem greint er frá í Fóstbræðrasögu.
Það er sameiginlegt með eyðimörkum Arabíu og
íslands, að um þær reikuðu útlagar. Til eru margar
sagnir um skáldið Sjanfara, sem reikaði um auðnir Ara-
bíu, og allir þekkja söguna af Gretti, sem hafðist við á
öræfum Islands. Með Sjanfara var annar útilegumaður,
sem hét Taabbata Sjarran, og voru þeir ógurlegir risar,
sem höfðust við einir úti á eyðimörkinni, „æðisgengnir
^ienn, sem áttu sökótt við alla og allir áttu sökótt við“.
Þeir þóttust samneyta vörgum og vofum og mikluðust af.
Margir munu kannast við hina stórfenglegu hefndar-
kviðu eftir Taabbata Sjarran, sem Goethe hefir birt í
skýringum sínum við „Westöstlicher Diwan“.
Athugum nú aðra sögu úr heiðni Araba, er gerðist
um hálfri öld áður en Muhammed hóf kenningu sína.
Hvert mannsbarn á Islandi hefir öldumsaman þekktsög-