Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 146
140
Fagurt mál.
[Skírnir
þess að kynnast betur tækni þeirra, sjálfráðri og ósjálf-
ráðri. —
En eg vona, að mér hafi nú tekizt að gefa það í
skyn, hvað menn eiga við með hugtakinu fagurt mál,
fagur framburður, þegar um móðurmálið er að ræða.
Það er hinn almenni framburður, lagaður og snyrtur eft-
ir smekk þeirra manna, sem á einn eða annan hátt auðn-
ast að verða leiðtogar lýðsins á þessu sviði.
II.
Hingað til höfum við takmarkað rannsóknina á hug-
takinu fagurt mál við hinn þrönga hring, sem móður-
málið markar okkur.
En hver er mælikvarði manna, þegar þeir dæma um
útlend tungumál og draga þau í dilka eftir merkjunum
Ijótt og fallegt?
Eg hygg, að mælikvarðinn sé í rauninni sá hinn
sami og menn leggja á sitt eigið mál: manni þykja út-
lend mál því fallegri, sem þau hafa meira af hljóðum,
er líkjast hljóðunum í móðurmáli manns, eða því líkari
sem þau eru að byggingu móðurmálinu. En því ólíkari
sem er bygging þeirra, og því fleiri annarleg hljóð, sem
ein útlend tunga hefir, því ljótari virðist manni hún vera.
Hér virðist nú í fljótu bragði vera ein undantekn-
ing, þar sem mállýzkurnar eru. Þær þykja aldrei falleg-
ar, þótt engin erlend tunga standi móðurmálinu jafn-
náið og þær. Ástæðan er augljós: á mállýzkurnar leggj-
um við sömu mælistiku og á sjálft móðurmálið með þeim
árangri, að okkur virðast þær vera afbakað móðurmál
og þar af leiðandi ljótar. Þetta skýrir nú t. d. dóma Is-
lendinga um færeysku og nýnorsku, sem allra mála eru
náskyldastar íslenzku.
Tungur, sem standa fjær móðurmálinu en svo, að
hægt sé að skilja þær út frá því, sleppa við þennan harða
dóm. Við nánari athugun sést þó, að skilyrðið til þess
að þær falli í g.eð er það, að hljóðafar þeirra sé ekki allt
of fjarri hljóðafari móðurmálsins.