Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 204
198
Veldi Guðmundar ríka.
[ Skírnir
mann hans: „V.eiddi Fluga Flatnefjunginn, þóttj hann
sæti á milli tveggja goðanna". — Skúta var sviptur öllu
nema Flugu. En hún beit.
Nokkru síðar fær Skúta dóttur Glúms og hefir lík-
lega gerzt þingmaður hans, því að Glúmur þykist vera
gildur samningsaðili fyrir hann á alþingi (Reykd. 25.
kap.). En bandalagið hefir víst orðið hvorugum að gagni
og endaði illa.
Reykdælu þrýtur 1 miðju kafi með vígi Skútu. En
rétt á eftir virðist Ljósvetningasaga hefjast. Inngangur
hennar (fjórir fyrstu kap.) er sýnilega þáttur úr stærri
atburðaheild. Þá er Þingeyjarþing sundrað, eins og lýst
hefir verið. Vinátta er með Þorgeiri Ljósvetningagoða
og Guðmundi ríka, enda þarf ekki að gera ráð fyrir, að
Guðmundur hafi reynt að vinna menn undan Þorgeiri,
og ólíklegt er, að Guðmundur hafi stutt að því, að hann
varð lögsögumaður 985 og var það lengi. Hins vegar lifir
fjandskapur við Guðmund hjá vini Skútu, Arnóri í
Reykjahlíð, og sonum hans. Synir Þorgeirs ganga í lið
með þeim móti föður sínum og Guðmundi í Sölmundar-
málum. Ástæða þeirra er skiljanleg. Þeir vilja ekki láta
Eyfirðinginn ráða lögum og lofum í héraðinu. Þeir unnu
sigur í því máli. Síðan gerðu þeir illmæli um Guðmund
Þorkell hákur, son Þorgeirs goða, og Þórir Helgason
frændi hans, goði Hörgdæla. Samtímis má gera ráð fyr-
ir, að Ljósvetningar og Þórir hafi reynt að hæna að sér
eitthvað af þingmönnum Guðmundar. Illmælið hefir ver-
ið vopn í baráttu, enda sveið Guðmund undan því og
hefndi greypilega. Ljósvetningasaga er öll um þessa bar-
áttu. Síðast spratt ófriður af vafasömu barnsfaðerni og
af viðkvæmni Eyjólfs á Möðruvöllum fyrir því, að gert
kynni að vera á hluta þingeysks þingmanns hans. Hann
hefir óttast mest að missa þá, sem fjærst bjuggu, ef hann
vanrækti þá. Deilur milli eyfirzkra og þingeyskra höfð-
ingja rísa aftur og aftur 980—1060, oft af litlu tilefni,
eftir því sem sögur segja í hvert sinn. En þetta yfirlit
sýnir, að í rauninni var barizt um þingmenn, virðing og
völd.