Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 244
238
Ritfregnir.
[ Skírnir
nú minn farfi, Hann gengur að með dögg (sem er óljós), Skipa-
bræðux-, Sagnir af Jóni godda, Aldrei skyldi barkinn þinn fúna o. fl.
Með því móti er og sagan Álfkonan í Kirkjuhöfn, að því er virðist,
en það er óliklegt, að vísan í henni sé gömul,’ en hún minnir annai’S
á eiúndi þetta, sem prentað er í 4. hefti af þjóðsögum Sigfúsar Sig-
fússonar (bls. 12) :
„Ef að þin er hyggjan hrelld,
hlýddu mínum orðum —
gakk við sjó og sit við eld“.
(Sagði’ álfkonan forðum.)
Eg hefi líka heyrt svolátandi spakmæli:
„Gakktu með sjónum, sé þér langt;
sittu við eldinn, sé þér krankt“,
en ekki fylgdi því nein sögn. — Sitthvað sérkennilegt og gamalt
kemur fyrir í sumum sögunum, svo sem það, er segir af útför bónd-
ans á Sámsstöðum (bls. 97—8). Gat var gert á norðurgafl baðstof-
unnar og kistan flutt þar út þetta var gert til að villa um fyrir
draug, sem fylgdi bónda), líkt og segir frá greftrun Skalla-Gríms
og Þórólfs bægifóts. Síðan segir frá því, að ættingjarnir ganga
aftur á bak nokkur skref.frá gröfinni. Bi'ögð Grafai'-Jóns (bls. 180
o. áfr.) eru rétt eins og galdrar Kötlu í Eyrbyggju. Einkennilegar
eru margar sögurnar af Jóni godda, svo sem þegar kölski tekur úr
honum augun. Mai'gt fleii'a mætti tina til þessu líkt. Gimsteinn er
sagan: Hann Gísli minn reiddi mig, sköpuð af sömu barnslegu ein-
feldninni og kvæði Wordsworths: We are seven (A simple child . ..
What should it know of death?). Þær þjóðsögur, sem nú hafa verið
nefndar, segja allar að meira eða minna leyti frá yfirnáttúrlegum
atburðum, en í heftinu eru lika skráð munnmæli um einkennilega
menn, svo sem Tómas í Rifi, Ólaf á Munaðai'hóli og síra Sigurð á
Auðkúlu. Gaman er að þessu ræðubi'oti, sem haft er eftir sira Sig-
urði (bls. 34) : „Af tvennu illu skyldi maður hið skárra útvelja;
hefði Jósef hlýtt Pótífars kvinnu, hefði hann aldi'ei í fangelsi farið !“
Margtliið skemmtilegasta í Rauðskinnu síra Jóns snertir á einn
eða annan hátt sjómennsku, vinnubrögð og lifnaðarhætti alþýðu
við sjóinn. Þær minjar þess, sem sögur hans geyma, mun mönnum
þykja vænt um, þegar stundir líða. Menning vor íslendinga breytist
nú óðfluga, og er því hið mesta nýtjaverk að festa á bók frásagnir
og lýsingar á lífi þjóðarinnar á þeirri öld, sem nú er að hvei’fa, og
sambúð hennar við land sitt þá. Glöggan skilning hins síðarnefnda
vottar bók sú, er síra Björn 0. Björnsson gaf út um Vestur-Skaftfell-
inga. Meira frá sögulegu sjónarmiði og með sérstakri athygli á þjóð-
trú og siðum er rit eitt, er síra Jónas Jónasson prófastur á Ilrafna-
gili hefir skráð og vonandi kemur út á þessu ári. En í því riti er
ekkert um sjómennsku; síra Jónasi entist ekki aldur til að rita þann