Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 115
Skírnir] Höfðingjabragur með Aröbum og íslendingum.
109
var það erfidrápa (maráthí) eftir bróður hans. Mu-
halhil bjóst nú fyrir, en sendi áður til Sjaibán-ættarinnar,
bess að krefjast af henni bóta fyrir níðingsverkið.
Erindrekar hans hittu Murra, föður Djassás, að
^aáli, átöldu hann sakir þess, að Kuleib hafði verið veg-
mn vegna afsláttar-úlfaldahryssu, og gerðu honum fjóra
kosti. Sögðu þeir: ,,Með þessum úrræðum hljótið þér
írændur málalok, en vér munum vel við una. Gefið Ku-
leib aftur líf eða framseljið oss Djassás, svo að vér fá-
um vegið hann í Kuleib’s stað, eða fá þú oss, Murra,
Hamám son þinn, sem er jafnoki Kuleibs, eða sjálfan
big, því að fullbættur mundi Kuleib með því“. En Murra
svaraði: ,,Ekki verður Kuleib lífgaður, en Djassás er
ungur maður, snöggur í bragði, og er hann riðinn á brott
vitum vér ekkert, hvar hann er niður kominn. Hamám
s°n minn er tíu sona faðir, tíu manna bróðir og tíu manna
frasndi, og eru þeir allir hinir vöskustu menn ættarinn-
ar» sem aldrei myndu fá mér hann til þess, að hann yrði
^ramseldur undir líflát fyrir sakir annars manns. En
sjálfum mér er það að segja, að mér þykir ekki æfi
^ín orðin of löng, og kýs ég þá heldur að standa í fylk-
ln_&arbrjósti í orrustu“. Murra bauð þá tvo kosti á móti:
”Ég á nokkra syni unga, svo sem þér sjá megið, og tak-
hvern þeirra, er yður lízt, eða þykkist þér ekki full-
ssemdir af þeim, þá mun ég greiða yður þúsund úlfalda-
hryssur í vígsbætur“. Þá reiddust erindrekarnir og svör-
uðu: „IHa fer þgr; ag yilja bæta oss höfðingja með piltung-
um, 0g jafn illa fer þér, að bjóða oss mjólk fyrir blóð
Kuleibs“. Og þar með laust á ófriðnum.
Þótti tilefnið til þessa ófriðar slík óhæfa, að frænd-
stofnar Sjaibán-ættarinnar skoruðust undan að leggja
henni liðveizlu, og beið ættin við það svo mikinn hnekki,
að henni gerðist mjög örðugt um vik. Sjaibán-ættin fór
margsinnis halloka í skærum þeim, sem af þessu hlut-
ust, og féll Hamám b. Murra, einn helzti höfðingi ætt-
arinnar, 1 þeim, og margir aðrir með honum. Það var
hó einna mestur skaði ættinni, að al-Harith b. TJbád,