Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 90
84
Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga. [Skírnir
Báðar þessar lýsingar bera vott um óvenjulega
skarpa og þjálfaða athugunargáfu. Líkamseinkennum
beggja er hér lýst svo skýrt og greinilega, að mann-
fræðingur getur óhikað dregið af þeim ályktanir um
það, af hvaða kynstofni þeir hafi verið. Þessar lýsingar
minna mjög á nútíma mannfræðirannsóknir, aðeins er
sá munur á, að hér er öllum athugunum á útliti þeirra
Klaufa og Harðar lýst með orðum, en ekki með tölum,
eins og nú tíðkast. Af þessum og fjölda mörgum öðrum
mannlýsingum í fornbókmenntum vorum verður ljóst,
að forfeður vorir hafa beinlínis tamið sér, að veita útliti
manna nána athygli. Þeir létu sér ekki nægja, að at-
huga og skýra frá þeim líkamseinkennum, sem mest
voru áberandi, svo sem líkamshæð manna, hár- og hör-
undslit, heldur veittu þeir einnig nána eftirtekt hlutföll-
um andlitsins, svip þess og dráttum, gerð hársins, þykkt
húðarinnar, lit augnanna og jafnvel augnaráðinu. Það
er auðséð, að forníslenzkir sagnaritarar hafa átt þann
hæfileika í ríkum mæli til brunns að bera, sem nauðsyn-
legur þykir hverjum góðum mannfræðing, en hann er
sá, að móta manninn um leið og hann virðir hann fyrir
sér, greypa hlutföll líkama og andlits inn í hug sér. Eg
hygg, að engin þjóð muni eiga bókmenntir, þar sem þessi
hæfileiki kemur í ljós á jafn háu stigi og fornbókmenntir
íslendinga bera vott um. Forfeður vorir hafa, ef svo má
að orði kveða, vakið myndhöggvarann upp í sjálfum
sér. Sennilega hefðu þeir getað orðið fi-ábærir högglist-
armenn, ef þá hefði ekki skort marmarann.
Glöggskyggni forfeðra vorra á líkamleg einkenni
manna var nátengd áhuga þeirra á ættfræði og mann-
fræði. Ættfræði- og mannfræðiáhugi þeirra var ekki að-
eins sagnfræðilegs, heldur einnig líffræðilegs eðlis. Það
var ekki aðeins vitneskjan um ytri viðburði í lífi ein-
staklingsins, sem vakti áhuga þeirra, heldur einnig líf-
fræðilegir eiginleikar, ætterni hans. íslendingar hafa
skilið það flestum þjóðum fyrr og flestum þjóðum bet-
ur, að eiginleikar manna og eðlishvatir, jafnt illar sem