Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 117
Skírnir] Höfðing'jabragur með Aröbum og íslendingum.
111
gerðust, var það, að al-Harith náði Muhalhil á sitt vald
í einni skærunni, en bar þá ekki kennsl á hann. Mælti
al-Harith við hann: ,,Ef þú vísar mér á Muhalhil, skal
ég gefa þér frelsi“. Muhalhil svaraði: „Leggur þú þar
við drengskap þinn?“ Al-Harith mælti: „Víst er svo“.
Þá tók Mulhalhil til orða og sagði: „Hér gefur þér að
Hta Muhalhil". En al-Harith skar af Muhalhil ennis-
toppinn og gaf honum grið.
Margir atburðir voru þessu samfara, sem í frásög-
uv eru færandi, og skal nokkurra getið. Svo bar við eitt
siun, að maður nokkur af Sjaibán-ættinni, er Djahdar
b- Dhubíja hét, vó tvo menn af Taghlib-ættinni í senn,
annan með spjótsoddinum, ,en hinn með spjótshalanum.
Annað sinn bar svo til, að tveir menn af Taghlib-ættinni
tvímenntu á einum reiðskjóta. Varð þá fyrir þeim pilt-
nn einn af fjandsamlegri ættkvísl, og rekur annar reið-
niaðurinn piltinn í gegn og bregður honum á loft. Hönd
varð þó skamma stund .höggi fegin, því að maður úr
Sjaibán-ættinni sá til þeirra, og lagði til þeirra spjóti, og
stóð það í gegnum báða í senn.
Þessar deilur héldust, að því er sagan hermir,
nni 40 ár, en það merkir í arabískri frásögn afar lang-
an tíma. Réðust ættirnar hvor að tjaldstöðum annarrar
eða vatnsbólum, og valt á ýmsu í þeim viðskiptum, en
báðarguldu mikið afhroð. Upp frá því sætti þær höfðing-
inn al-Harith b. ’Amr al-Maqsúr, og héldust þær sættir
nm sinn, en síðar gusu deilurnar upp að nýju og stóðu
Þá enn nokkur ár. Eftir það tókst al-Mundhir, lýðkon-
nngi Persa í Hira í sunnanverðu Iráq, að koma á full-
nm sættum um 585 að tímatali voru, og tók hann af ætt-
unum 80 gísla, svo að sættir skyldu haldnar.
Þeim, sem lesið hafa þessa aröbsku fornsögu með
nthygli, hlýtur að liggja það í augum uppi, að margt
er svipað með báðum þjóðum, íslendingum og Aröbum.
Ættin er grundvöllurinn undir lífi manna hjá báðum,
°g tilfinningarnar fyrir sæmd og vansæmd eru mjög