Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 73
Skírnir]
Andrés Bergsteinsson.
67
á stað út fjörðinn, hvítur og fagur, og tók dýfur í dökkv-
an sjóinn.
Jón sat á lestarhleranum og reykti vindling. Yfir
andliti hans var fáleg, þrjózkukennd ró, eins og hjúp-
ur, sem dylur sorg og gleði og hverja ávirðing. Hann
var með brúna skinnhanzka, forláta góða, og hann
handlék vindlinginn með einhverju frábæru lagi í fingr-
unum. Kaldinn stóð á bátinn þveran, og Jón bretti upp
frakkakragann sér til skjóls. Hver einasta hreyfing
hans var svo viðbjóðsleg, að Andrés hryllti við.
Andrés horfði á þetta djöfulsins ólánsgrey; honum
Jannst það nú maklegra en nokkru sinni fyrr, að föður
S1num ætlaði ekki að lánast að gera hann að manni. Allt
Var í sölurnar lagt fyrir hann, allt mátti Jón leyfa sér,
irá því þeir voru litlir drengir. Sjálfur var hann hafður
1 snúninga og snatt og varð að ganga undir Jóni; eng-
lnn talaði um hann; allt var Jón. Þegar móðir þeirra
^n> þá vorkenndu allir Jóni, sem þó var eldri. Jón var
Sendur í skóla og faðir þeirra hleypti sér í skuldir hans
Xegna. Aldrei minntist hann einu orði á það við And-
les, hvort hann langaði í skóla, eða hvort hann langaði
neitt. Pyrir þetta hataðist hann við föður sinn undir niðri
a^a tíð. Ekki af því: hann hafði ekki langað burt. En
Pað þurfti ekki að hundsa hann í öllu. Löngu seinna,
llegar hann byrjaði að bjarga sér sjálfur út á sjóinn, fór
faðir hans að tala um það, eins og eftir á að hyggja, að
ann setti að taka við verzluninni og öllum eignunum.
^11 gat hann sjálfur átt sína verzlun og allar sínar eign-
n og sett það allt á hausinn fyrir Jón. Hann ætlaði ekki
að gera frekari kröfu en að fá þennan bát og ekki að
P'ggja meira. Það var bezt, að Jón fengi að ausa hinu
nt eins og svín.
Svo veiktist hann, 18 ára gamall, og lá misserum
^arnan, og þegar hann komst á kreik aftur, var hann
a laður. Þessi staurfótur var síðan eins og sérstök per-
sona, sem var honum áhangandi, en ekki eins og hluti
honum sjálfum. Hann sá það einu sinni á augunum í
5*