Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 140
134
Fagurt mál.
[Skírnir
minnsta krafa til fagurs framburðar sé sú, að hann sé
lýtalaus og laus við íblöndun annarlegrar mállýzku. Sum
þeirra lýta, sem áður eru upp talin, eiga rót sína að
rekja til vansköpunar talfæranna (holur gómur) eða
veiklunar þeirra (skörð í tennur) eða taugakerfisins
(stam) á einn eða annan hátt. Sum eru blátt áfram tal-
venjur, sem fara í bág við almennar talvenjur, eins og
t. d. ef maður er gormæltur. Slíkt er ekki með lýtum tal-
ið af þjóðum eins og Dönum, Þjóðverjum og Frökkum,
þar sem nálega hver maður er gormæltur. Þvert á móti.
Nákvæmlega sama orsök veldur því, að framburður ann-
arlegrar mállýzku er talinn ljótur.
Vér sjáum þannig, að Ijót er talin hver sú framburð-
arvenja, sem stingur um of í stúf við hina almennu fram-
burðarvenju, hvort sem orsökin er veiklun eða vankunn-
átta þess, er talar.
Lýtalaus framburður er því aðeins annað nafn fyrir
almennan framburð.
En eins og kunnugt er, eiga fslendingar ekki enn al-
mennan framburð í strangasta slcilningi, þótt lítið sé að
vísu um mállýzkulegar undantekningar. Hvað verða
kunni um mállýzku-mismun eins og hvað > kvað, apa >
aba, stúl-ka > stúlk-a, má í rauninni láta liggja milli hluta
hér, en tveir möguleikar virðast mér opnir til að eignast
hér almennan framburð: annað hvort að allir taki upp
aðra myndina aðeins, eða að allir taki upp báðar mynd-
irnar. Þótt síðari aðferðin hafi þann kostinn, að varð-
veita forna fjölbreytni, þá virðist hin fyrri standa nærri
eðli máls yfirleitt, því að hún fyllir þær kröfur, er gera
verður til almenns máls og almenns framburðar um það,
að vera greiður og ótvíræður miðill fyrir hugsanir manna.
En þótt vér höfum nú komizt að þeirri niðurstöðu,
að lýtalaus og almennur framburður sé eitt og hið sama,
þá er ekki þar með sagt, hvað fagur framburður sé. Svo
mikið má þó strax fullyrða, að hann verður að sjálfsögðu
að vera lýtalaus. En almennur verður fagur framburður