Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 104
98
Ura mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga. [Skírnir
oft eftirfarandi þrjú líkamseinkenni fara saman: Lí k-
amshæö, háralitur og hörundslitur.
I fyrsta flokki eru þeir, sem eru bæði ljósir á hár og
hörund og miklir vexti.
í öðrum flokki eru þeir, sem dökkir eru bæði á hár
og hörund. Þeir eru einnig miklir vexti.
f þriðja flokki eru þeir, sem einnig eru dökkir á
hár og hörund, en litlir eða meðalmenn vexti.
Athugum nú þessa 3 flokka nokkru nánar. Líkams-
einkenni þau, sem talin eru í fyrsta flokki, eiga öll mjög
vel við hinn norræna kynstofn. Önnur einkenni, sem
koma fyrir í lýsingunum, og mun mega eigna honum,
eru þessi: Breiðar herðar, mjótt mitti, mikill hárvöxt-
ur, rétt hár, blá eða björt augu, snareygt augnaráð, rétt-
leitt og stundum langleitt andlit, nef með lið á og hafið
upp framanvert.
Af frásögn Landnámabókar og fslendingasagna
komumst vér að raun um, að þeir landnámsmenn, er
norrænir voru að útliti, hafa yfirleitt allir verið ættað-
ir frá Noregi — ef uppruna þeirra er á annað borð nán-
ar getið — og flestir frá Sogni, Hörðalandi og Firða-
fylki. Mannamælingar þeirra Guðmundar Hannesson-
ar3) og Halvdan Bryns hafa staðfest þessar frásagnir
allvel. íbúarnir í þessum fylkjum Noregs líkjast íslend-
ingum í mjög mörgum greinum. En þó er jafnframt í
sumum atriðum talsverður munur á íslendingum og
Norðmönnum. Meðal íslendinga fer dökkur háralitur og
hár líkamsvöxtur alloft saman, en í Noregi er dökkur
háralitur jafnan samfara lágum líkamsvexti. íslendingar
hljóta því að hafa fengið háa líkamsvöxtinn og dökka hára-
litinn annarstaðar frá, að áliti Bryns. Þessi tvö einkenni
munu vafalaust stafa frá þeim mönnum, sem taldir eru
til annars flokks hér að ofan. Eftir lýsingunum að dæma
má vafalaust eigna þau dinariska kynstofninum. Þessi kyn-
1) GuSmundur Hannesson: „Körperniasze und Körperpropor-
tionen der Islánder". Reykjavík 1925.