Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 25
bikun og frágang bílastæða að Hlíðarenda. Valur ber allan kostnað vegna þessara fram- kvæmda, sem nú er að mestu lokið, en Reykjavíkurborg fjármagnar þær og í samn- ingnum er ráðgert að Valur fái styrki til þess að greiða þennan kostnað. í samningnum eru ýmis ákvæði um að borgin kosti frágang við Bústaðaveg, flutning trjáplantna innan Hlíð- arenda auk fleiri atriða sem félagið telur sér hag að. ÍÞRÓTTA- OG VALLARHÚS. Nú í haust var gólfið í gamla íþróttasalnum endurnýjað. Dúkur sem lagður var yfir hið upphaflega gólf salarins var ónýtur og úr- bætur nauðsynlegar. Lagt var nýtt parket. Framkvæmdin tókst mjög vel, og er það ekki síst þakkað því hversu vel var vandað til verka við byggingu hússins í upphafi. Framkvæmdum hefur verið haldið áfram við vallarhúsið nýja eftir því sem aðstæður hafa leyft. Bað- og búningsaðstöðu hefur ver- ið komið upp í kjallara hússins og um þessar mundir er verið að ljúka framkvæmdum við eldhús og félagsaðstöðu á annarri hæð. Gengið var frá nýju dælukerfi fyrir safn- vatn sem myndast í grunni hússins. Viðgerðum á þaki nýja íþróttahússins er lokið, en þaðláundirskemmdum vegnaleka. FJÁRMÁL. Eins og áður var vikið að hefur mestur tími stjórnarinnar farið í fjármálin. Væntingar manna um greiðslur lögboðinna og sam- þykktra styrkja ríkisins og Reykjavíkurborg- ar hafa ekki gengið eftir. Ófullnægjandi fyr- irgreiðsla af hálfu ríkis ogborgar olli því að fjárhagsstaða félagsins þyngdist mjög eftir því sem leiðá starfsárið 1988. Byggingafram- Rcykjavíkurmeistarar 3. flokks kvenna. Stelpurnar sigruðu í sínum riðli kcppninnar á íslandsmótinu. borg til Vals vegna óuppgerðra byggingar- styrkja. Með þessu láni frá Reykjavíkurborg tókst að koma vanskilaskuldum vegna fram- kvæmda í skil og er nú lokið við endurskipu- lagningu framkvæmdaskulda. Samkvæmt ársreikningi Vals fyrir árið 1988 varð hagnaður á rekstri félagsins og var eigið fé þess í árslok 167,9 milljónir króna. SUMARBÚÐIR í BORG. Vorið 1988 var tekin upp sú nýbreytni að halda íþróttanámskeið fyrir börn undir nafn- eftir aldri og kennsla miðuð við getu hvers hóps. Kennd eru undirstöðuatriði í hand- bolta, fótbolta og körfubolta auk annarra íþrótta og leikja. Börnin fóru reglulega í sund og út á báta á Skerjafirði. Hver hópur fór einnig dagsferð í skíðaskála Vals. Sumarbúð- ir í borg voru starfræktar með óbreyttum hætti sumarið 1989. Torfi Magnússon hefur veitt sumarbúðun- um forstöðu tvö undanfarin sumur. Félagið væntir þess að geta haldið þessu starfi áfram á komandi árum. Reykjavíkurmcistarar 5. flokks í fótbolta 1989. kvæmdir voru að umtalsverðu leyti fjár- magnaðar með skammtímalánum og skammtímalán gerð upp með nýjum skamm- tímalánum. Vorið 1989 samþykkti borgarráð Reykjavíkur að veita félaginu lán að fjárhæð kr. 20.000.000. Lánið er til 10 ára, verðtryggt og ber fasta 3% vexti. Afborganir lánsins munu tengjast greiðslum frá Reykjavíkur- inu „Sumarbúðir í borg“. Sumarbúðirnar vom starfræktar í tvo og hálfan mánuð, en haldin voru fimm hálfs mánaðar námskeið. Þátttakendur vom um 700. Leiðbeinendur á hverju námskeiði voru 10-12, mest allt íþróttakennarar eða íþrótta- kennaranemar. Þátttakendur fengu heita máltíð í hádegi. Börnunum er skipt í hópa ÝMISLEGT. Árshátíð félagsins 1988 var haldin 11. maí. Hefðbundið afmæliskaffi að Hlíðarenda féll niður. í þess stað var efnt til árshátíðar undir stjóm Baldvins Jónssonar. Árshátíðargestir hittust að Hlíðarenda og fóru þaðan í áætl- unarbíl á veislustað. Árshátíðin tókst mjög vel og aðsókn var góð. 11. maí 1989 var þess minnst að 50 ár voru liðin frá því Valur festi kaup á Hlíðarenda. Efnt var til afmælisveislu í hinu nýja vallar- húsi félagsins. Kom þar margt góðra gesta. Jafet Ólafsson, varaformaður, rakti sögu Hlíðarendakaupanna, Jón Gunnar Zöega, formaður Vals og Davíð Oddsson, borgar- stjóri, fluttu ávörp. Herrakvöld Vals 1988 var haldið í Viðey í október. Tókst hátíðin mjög vel. Herrakvöld Vals 1989 var haldið í nýja vall- arhúsinu að Hlíðarenda snemma í nóvember. Skemmtunin var vel sótt og söfnuðust á henni peningar, sem nýttir hafa verið til þess að koma upp þeirri félagsaðstöðu í nýja vallar- húsinu sem verið er að taka í notkun um þess- ar mundir. Grímur Sæmundsen hefur með dyggri að- stoð þeirra Guðmundar Þorbjörnssonar, Stefáns Gunnarssonar og Jafets Ólafssonar haft veg og vanda af þessum herrakvöldum. Valsblaðið 1988,40. tölublað, kom út í des- embermánuði. Umsjón með útgáfu blaðsins að þessu sinni höfðu körfuknattleiksdeild og handknattleiksdeild. Ritstjóri var Þorgrímur Þráinsson. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.