Valsblaðið - 01.05.1989, Page 52

Valsblaðið - 01.05.1989, Page 52
Pétur fyrir freman brjóstmynd og minnisvarða um séra Friðrik Friðriksson en þar við hliðina mun minningarkapellan risa innan þriggja ára. Pétur Sveinbjamar- son, fyrmm for- maður Vals og fyrsti Gulldrengur Vals í viðtali við Valsblaðið Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson Knattspyrnuferill fyrsta Gulldrengs Vals — Péturs Sveinbjarnarsonar, endaði á heldur óskemmtilegan hátt. Það hljómar dálítil hjá- kátlegan en kínverji batt enda á knattspyrnu- feril Péturs þegar honum stóðu allir vegir færir. „Þegar ég var 17 ára gamall árið 1962 og á mínu fyrsta ári í 2. flokki hélt ég um haustið til Bretlands í nám. I farteskinu varég með meðmælendabréf frá KSÍ og Murdo McDougall þjálfara. Mér bauðst að æfa með Finsley sem var gamalgróið hálf-atvinnu- mannalið. Ég minnist þess að það var 20 sen- tímetra jafnfallin sjór á æfingavelli félagsins þegar ég mætti fyrst á æfingar og allir héldu að ég kynni best við mig við svoleiðis aðstæð- ur þar sem ég var frá íslandi. Því fór fjarri. Eftir að hafa æft með liðinu í einn og hálfan mánuð var ég valinn til þess að leika með að- alliðinu. Þetta var allt mjög hátíðlegt því tveimur dögum fyrir leikinn fékk ég boðsent kort sem á stóð að ég hefði verið valinn í byrj- unarliðið og svo var liðsuppstillingin á öðru korti. En örlögin gripu í taumana. Að kvöldi þess dags sem mér bárust tíðindin var ég að ganga heim úr skólanum og var klæddur í gæru- úlpu. í vasa úlpunnar fann ég kínverja sem ég hafði gleymt að nota á gamláarskvöld og þótt mér því upplagt að sprengja hann hið snar- asta. Kveikjuþráðurinn var í styttra lagi og áður en ég vissi af sprengdi ég kínverjann í lú- kunni á mér með þeim afleiðingum að tveir puttar fóru illa út úr sprengingunni. Ég hringdi samstundis og afboðaði þátttöku mína í leiknum. Ég skammaðist mín svo mik- ið fyrir fiktið að ég boðaði forföll hvað eftir annað og mætti svo ekki á fleiri æfingar. Það var því kínverji sem skaut mér út úr knatt- spyrnunni og þegar ég kom aftur til íslands byrjaði ég í blaðamennsku og hafði því engan tíma til þess að æfa.” 52

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.