Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 52

Valsblaðið - 01.05.1989, Blaðsíða 52
Pétur fyrir freman brjóstmynd og minnisvarða um séra Friðrik Friðriksson en þar við hliðina mun minningarkapellan risa innan þriggja ára. Pétur Sveinbjamar- son, fyrmm for- maður Vals og fyrsti Gulldrengur Vals í viðtali við Valsblaðið Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson Knattspyrnuferill fyrsta Gulldrengs Vals — Péturs Sveinbjarnarsonar, endaði á heldur óskemmtilegan hátt. Það hljómar dálítil hjá- kátlegan en kínverji batt enda á knattspyrnu- feril Péturs þegar honum stóðu allir vegir færir. „Þegar ég var 17 ára gamall árið 1962 og á mínu fyrsta ári í 2. flokki hélt ég um haustið til Bretlands í nám. I farteskinu varég með meðmælendabréf frá KSÍ og Murdo McDougall þjálfara. Mér bauðst að æfa með Finsley sem var gamalgróið hálf-atvinnu- mannalið. Ég minnist þess að það var 20 sen- tímetra jafnfallin sjór á æfingavelli félagsins þegar ég mætti fyrst á æfingar og allir héldu að ég kynni best við mig við svoleiðis aðstæð- ur þar sem ég var frá íslandi. Því fór fjarri. Eftir að hafa æft með liðinu í einn og hálfan mánuð var ég valinn til þess að leika með að- alliðinu. Þetta var allt mjög hátíðlegt því tveimur dögum fyrir leikinn fékk ég boðsent kort sem á stóð að ég hefði verið valinn í byrj- unarliðið og svo var liðsuppstillingin á öðru korti. En örlögin gripu í taumana. Að kvöldi þess dags sem mér bárust tíðindin var ég að ganga heim úr skólanum og var klæddur í gæru- úlpu. í vasa úlpunnar fann ég kínverja sem ég hafði gleymt að nota á gamláarskvöld og þótt mér því upplagt að sprengja hann hið snar- asta. Kveikjuþráðurinn var í styttra lagi og áður en ég vissi af sprengdi ég kínverjann í lú- kunni á mér með þeim afleiðingum að tveir puttar fóru illa út úr sprengingunni. Ég hringdi samstundis og afboðaði þátttöku mína í leiknum. Ég skammaðist mín svo mik- ið fyrir fiktið að ég boðaði forföll hvað eftir annað og mætti svo ekki á fleiri æfingar. Það var því kínverji sem skaut mér út úr knatt- spyrnunni og þegar ég kom aftur til íslands byrjaði ég í blaðamennsku og hafði því engan tíma til þess að æfa.” 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.