Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Síða 52
24
ÓLArUR ?. thorgeirsson:
var yfir 13,000. í tyrknesku herbúðunum við
Bosporus voru tvöfaldar raðir af sjúkrasæng-
um tvær mílur á lengd beggja megin gangrúms.
Fult var af rottum, sem hlupu fram og aftur
þvers yfir sjúklingana ósjálfbjarga. Fregnritar
komust loks að upptökum öhamingju þessarrar,
og létu þeim skell í koll koma, ersekir voru,
en það vöru skrifstofuþjónar hermáladeildar-
innar, sem alt misskildu, og létu firn ónotaðra
lyfja liggja í skipum á höfnum, einungis vegna
þess að enginn var til að skipa fyrir um upp-
skipan.
Þarna dvaldi nú Florence Nightingale hálft-
annað ár og giltu orð hennar allan þann tíma
eins og lög, að því er snerti skipulag sjúkra-
hælanna. Hún ónýtti skrifstofu-reglurnar allar
í sambandi við sjúkrahælin, gerbreytti skipu-
lagi þeirra, og gerði þau að hæfum athvarfs-
stöðum veikra'manna og særðra. Stjórnsemi
hennar kom henn að góðu haldi, enda þurfti
á henni að halda, ti að breyta stjórnlausri ó-
reglu í bezta skipulag, láta dauðsföllum fækka
og fá þúsundum mannslífa borgið.
Starf hennar var í þessum efnum byrjan nýs
tíniabils, á líkan hátt og störf læknanna frægu,
Lister og Pasteur, á svæði læknisfræðinnar.
Það var undirstaða og sjálfsagður grundvöllur
að framförum þeim hinum miklu, sem gerðar