Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Qupperneq 64
44
ÓLAFUK s. tiiorgeiksson:
kona og vel skáldmælt. Benidict var meö fööur sínum
þangaö íil Ólafur dó. Byrjaöi hann þá búskap á
fööurleilÖ sinni og bjó þar nokkur ár. Þaöan flutti hann
kringum 1870 norður til Skagafjarðar, að bæ þeim sem
Tunguháls er nefndur, og bjó þar tvö ár. Þaðan fiutti
hann að Breiðageröi ísama hrepp og bjó þar eitt eöa
tvö ár. En voriö 1874 brá hann búi og bjóst vestur um
haf; var þá útflutningur af Islandi á hæsta stígi; var sá
vesturfarahópur einn hinna stærstu. í Ontario stað-
næmdist flokkurinn um sinn. En eigi leið á löngu, áöur
ilokkurinn sendi menn til landskoðunar; völdu þeir ný-
lendusvæði á vesturströnd Winnipeg-vatns; flutti þá meiri
hluti flokksins þangað, og var það um haust. Benidict
settist þarað ognam þar land; þar missti hann konu sína.
Börn þeira Benidicts og Hólmfríöar voru: Bjarni, bóndi
í Mountain bygð N. Dakota; Ólafur, Jón og Sigurbjörg,
og koma þau öll við þessa sögu. Benidict kvændist í
annað sinn, hjet sú kona Björg Torfadóttir austur-
lensk ;ið ætt. Þegar mannfluttningarnir hófust frá Nýja
íslandi til N. Dakota, flutti Benidict þangað, og ram
land norður af Mountain-bæ. Með seinni konu sinni átti
Benidict eina dóttir barna, Hólmfríði að nafni, sem nú er
gift kona í Winnipeg.— Til Alberta flutli Benidict árið
1888, settist hann þá að á ómældu landi, að austanverðu
við Medicine-ána mílu ofar en Markerville nú er, cig
nam það land síðar. Þar bjó hann mörg ár, unz hann
ljet af búnaði og seldi landið; var hann þá búinn að missa
seinni konu sína. Var hann þá hin næstu missiri hjá
Ólafi syni sínttm, þangað til h.ann flutti til Manitoba, og
var eftir það ýmist hjá Bjatna syni sínum, eða Hólmfríði
dóttur sinni, og hjá henni dó hann; ætla eg hann hafi þá
verið 70 ára. Benidict var snyrtimenni og hugljúfi hvers
manns; hann var vel greindur glaðlyndur og skemmtinn,