Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Síða 63
ALMANAK 191 1 .
43
myiidi jeg g'ela dreyið fram sönn dæmi þess, ef ekki
brysti heimild til.—Einar befir stundaö smáskamtalækn-
ingar og' farizt þaö vel, þótti hann beppinn og hjálpfús
læknir, og var okkur Albertabúuni hin mesta eftir sjá aö
honum, er hann flutti burtu. Einar er maður stál-minn-
iigur og fjölfróður; dulur er hann og sein-þekktur, en
líklegt þykir mjer,að jafnaðarstefnan sje honurn kærust.
4. Þ Á T T U R
Benidict Olafsson, frá Eiðstöðum í Blöndudal í Húna-
vatnssýslu. Ólafur faðir hans var Jónsson Jónssonar frá
Steiná í Svartárdal. Jón sá var mikilmenni sinnar tíðar,
og er Steinár- ættin talin merk oginannmörg.Jón á Steiná
átti 23 börn og komust flest til fulloi ðins ára ; voru þeir
synir hans : Jón á Bldjárnsstöðum, Olafur á Eiðstöðum,
Arni á Skottustöðum, Krákur í Steinargerði, Bjarni á
Kúfustöðum—(,,hái”,að auknefni), og annar Bjarni dó
ógiftur,og Benidict á Rútsstöðum í Svínadal. Flestir voru
þeir bræður atgjörvismenn,en þó þóttu þeir Jón á Eldjárns-
stöðum og Ólafur á Eiðsstöðum fyrir þeim um
flesta hluti ; báðir. voru afourðamenn um karlmensku og
harðræði,vel \ iti bornir menn, þótt mentunin væri á lágu
stígi í þá daga og dugnaðar og risnu menn, og stóðu bú
þeirra með rausn og velgengni.— Ólalur varð ganiall
maður og hjelt risnu til dauðadags. Móðir Benidicts
hjet Sigurbjör.g og var Tómásdóttir, hin ágætasta kona.
Börn þeirra voru: Benidict; Jón bóndi á Brekkukoti og
Lýtingsstöðum í Skagafiiði;Bjarni bóndi að Stafni í Svart-
árdal; Ólafur bóndi á Guðrúnarstöflum í Vatnsdal, og ein
dóttir, sem Íngiríður hét.— Benidict ólst upp hjá foreldr-
um sínum; rúmlega tvítugur kvongaðist hann, Hólmfríði
Bjarnadóttur, hún var vatnsdælsk að ætt; hún var hin
mesta snildarkona og vel að sér gjör um flesta hluti, vitur