Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Side 56
28
ÓLAFÍJR s. thorgeirssok:
til að tolla í tískunni við þennan sið, sem í sjálfu ser er
fagur, og sem konungur þeirra tók upp endur fyrir löngu.
Á jóladagsmorgnana, þegar fólkið heldur til sóknar-
kirkju sinnar, ungir og gamlir, ríkir og fátækir, þá
blasir hvervetna við stærðar kornhneppi og utan um þau
flögra titlingarnir og tísta og hjúfra sig. Og sú sjón
minnir gamla fólkið á þá tíð, þegar það var að vaxa upp,
og foreldrar þess að segja því munnmælasöguna af
kónginum og snjótitlingunum og hve gaman því þótti
aftur af því, þegar það var upp komið, að segja börn-
um sínum munnmælin og hvernig þau urðu til.
MYLSNA.
Tala bújarða í Bandaríkjunum er 6 miljónir, oghverjörðei'
að með.iltali 146 ekrur. Bújarðirnar allar til samans gera }( af
þjóðeign ríkjanna.
Hundrað þúsuud bakteríur fundust á flugu, sem leitað var á.
Þriðji hver maður á Þýzkalandi er rómversk-katólskur.
Sextán liggja sæsímar yfir norðanvert Atlantshaf.
Almenningar í Bandaríkjunum eða afréttarlönd eru til samans
300 miljónir ekra.
Laxinn er sagður sprettharðastur allra fiska.
Póstur var sendur á járnbraut í fyrsta sinn árið 1838.
Eitt þúsund miljónum dala er varið árlega í Bandaríkjunum til
bygginga, en beinn og óbeinn skaði af eldi árið 1907 nam 450 milj,
dala eða nálega helming af bygginga kostnaðinum.
Hong Kong í Kína er næst Lúndúnum mesta verzlunarborg í
heimi; 25 milj. smálcsta eru fluttar þaðan til og írá á ári.
Skóglendur Bandaríkjanna taka yfir 550 milj. ekra; í fyrstti
náðu þær yfir 850 miij, ekra.
Bankar” mega taka sér klukkustundar frest til umhugsunar
áður þeir segja til hvort þeir vilji greiða eða láta vera að greiða
víxla ávísanir á þá.
Alfons Spánar konungnr er sagður vera ein af beztu skyttum í
Norð ur álfu.