Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Side 100
80
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
,,Eg ætlaöi aö =pyrja yöur að því,” mælti Þórarinn
,,hvort þér vilduö nú gera bón mína og lána mér svo sem 7
krónur. Mér licgur töluvert á þeim. Og eg skal reyna
borga yöur bráðum aftur.”
,,Eg lána aldrei peninga”, svaraði hinn, þaö er ,,mitt
princip“.
,,Nú, jæja, eg ætlaði bara að vita það”, mælti Þóiar-
inn, um leið og hann b <ð kaupmanninn að fyrirgcfa og
fór út.
,,Mitt princip!” — dáfallleg lífsregla! að líkna aldrei
fátækum! — að láta aldrei nokkurn eyri nokkurn tíma af
hendi rakna til að hjálpa öðrum mönnum, sem bágt eiga
— og geta þ ið þó vel! Fari þeir böl . . ., sem setja sér
þá lífsreglu”! hugsaði Þórarinn, því ;.ð honum sárnaði svo
þetta ómannúðlega svar og hann átti líknsama móður,
sem öllum bágstöddum vildi hjálpa, eftir því sem litil
efni hennar frekast leyfðu.
,,Eg get líklega ekki fengiö þessa peninga. Og þá
veit eg ekki hvernig fer um mig. Því að eg veit, að
maddama Hagalín sýnir mér ekki lengi neina vorkunn,—
það er eg viss um. — Eg ætla að reyna að fara til hans
Þórðar kennara. Hann heíir nóga peninga. Og honum
er borið svo fyrir taksgott orð af öllum, sem eg hej'ri
tala um hann”.
Síðan fór félausi pilturinn heim til embættismannsins.
,,Eg hef, því miður, enga peninga á mér”, svaraði
skólakennarinn þessi ágætismaður, þegar Þórarinn var
búinn að bera upp erindið.
,,Því miður”! — eins og hann hefði þá ekki getað
farið ofan í l ankann á morgun og fengið þar einar 7 krón-
ur af því, sem hann átti þar inni, — ef hann hefir þá ekki