Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Blaðsíða 72
52
Ól.Al'l'K s. thörgeirsson:
Sigríöur Erlendsdóttir, Hannessonar úr Skagafitði ;
systkyni hennar voru: Daði, bóndi við Reykjavík;
Þorsteinn, ógiftur vestur í Dölum; Kjartan Einar, mun
vera í Eyjahreppi, en systir hennar er Guðrún kona Olafs
Thorlacins, austur í Manitoha. Sigurást var ekkja eftir
Þórhall Jónsson, ættaðan úr Breiðafjarðardölum. Með
honutn eignaðist hún þrjú börn, sem eru öll á lífi.; son.að
nafni Þórhall, suður í Pembina hjeraði N. Dakota, og
tvær dætur, sem eru heima á Tindastól, sú eldri: Sig-
ríður Rósbjörg, en hin yngri: Laufey Þuriður. Börn
þeirra Jóhanns og Margrjetar fyrri konu hans, erit.
Guðrún Jóbanna 20 ártt að aldri, nú gift manni af írskum
ættum, vestur á Kyrrahafsströnd, og Ólafur Pétu.r Guð-
mundur, sem vinnur lijá föður sínum, 18 ára gamall.
Jóhann fór urn borð á Akureyri til vesturfarar, árið 1885;
hjelt hann þá samsumars til N. Dakota og vann þar ;tð
bændavinnu, en um veturinn, var hann í VVest Lynn, og
fjekk þar tilsögn í ensku. Sumarið eftir fór hann til
Winnipeg og var þar þau missiri. Síðan flutti hann
suður til Eytord, N. D. og nam þar land. Þaðan flutti
hann vestur til Alberta árið 1888, og setti þar bú satnan,
sem síðar fjekk nafnið Tindastóll, og hefir búið þar góðu
búi síðan. — Jóhann er nýtur drengur, framgjarn
og kappsamur, skapstór og hreinskilinn, og hefir ekki
kynokað sjer við uð segja meiningu sína hverjum, sem
í hlut hefir átt; hefir það stunduni ekki afiað honum
mikilla vinsælda í svipinn, en hlýjan velvildarhug, ætla
jeg,-að flestir byggðarbúar beri til hans, og er það ekki
um skör fram eins og síðar mun sýnt verða.
II. Þ Á T T U R
Jónas Jónsson Hunford, Rafnssonar á Lýtingsstöð-
um í Skagafirði. Móðir Jóns þessa var Margrjet Eiríks-