Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Side 53
ALMANAK 1911.
?5
hafa verið síðan í aðhjúkran og heilnæmis-ráð-
stöfunum í sambandi við hernað. Aldrei hafa
þær framfarir komið betur í ljós c-n í stríðinu
milli Rússa og Japansmanna. Sökum þess
líknarstarfs, er hún hafði unnið, dirfðist nú eng-
in menningarþjóð lengur að liafa hernaðarund-
irbúning um hönd, án þess að gera fullkomnar
ráðstafnir fyrir meðferð sjúkra og særðra.
Játvarður konungur sæmdi Miss Nightingale
Verðleika orðunni (O r d e r of M e r i t). Það
eru hæstu verðlaun, sem sá valdhafi gat
nokkurum í té látið. Á fyrri öldum rnyndi
henni hafa skipað verið í dýrlingatölu.
Florence Nightingale lézt í sumar, sem leið,
og hafði heimurinn kepst við að sýna henni
allan hugsanlegan sóma, svo naumast hefir
nokkurri konu hlotnast annar eins. Hún var
nefnd ,, Höfuðs-konan (L a d y in Chief; sbr.
höfuðs-maður), ,, Krímskaga-konan, “ og k o n-
an með lampann. Það var lampi hjúkr-
unarkonunnar, sem átt var við, og er sagt, að
sjúkir hermenn hafi oft kyst á blettinn, þar sem
birtunni sló yfir, er hún var á gangi milli þeirra
um hánætur
Miss Nightingale var af únítaraættum og
upp alin í þeirri trú, en er hún lézt, var hún
jarðsett sem meðlimur ensku kirkjunnar. Hún
var brennheit trúkona alla æfi. ,,Eg neitaði