Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Síða 82
62
ÓI.AFUR S. THORGEIRSSON:
liann nefnir ,,Andvökur”, í þrenuir bindum, hvert um 20
arkir að stærð. Iíig'i mun það ofsagt, að skáldverk þetta
sje eitt liið stærsta ogauðugasta, sem nokltur íslenzkur
leikmaður he.lir innt af hendi. Oftak væri það mjer, að
segja nokkuð ákveðið um skáldskap Stephans; hann
hefir líka fengið ritdóma þeirra manna, er dómgreind
eiga að hafa. Sagt hefir verið um Ijóð hans, að þau
væru þung og torskilin. Til þess ætla jeg, að eigi sjeu
nægar ástæður. Hitt held jeg sje aðalorsðkin, að fáir
leggi þá rækt við lestur þeirra, sem nauðsyn er til að
þekkja og skilja skáldið í Ijóðum hans. Svo velur Steph-
an hið bezta úr málinu og jafnvel nýyrði, til að klæða
luigsanir sinar í; mun þetta tvennt valda því, að mönn-
um finnst skáldið ekki ætíð iara alfaraleið. Engum get-
ur dulizt það, að skáldskapur Stephans ber Ijósan vott
um óvanalega mikinn frumleik og andlegs sjálfstæði;
málið er hið bezta á kvæðunum, hreint og kjarnmikið,
sem sannar, að eigi er það ofkvcðið: ,,Þín fornöld og
sögur mjer búa í bann.”
Þá raunleika hefir Stephan gefið af sjer, að vera
drengur hinnbezti. Meðan bvggð þessi átti alls kostar örð-
ugt á framfaraveginum, var hann jafnan meðal hinna
fremstu að vekja áhuga iýrir fjelagslegum framförum,
og styrkia til þeirra með ráði og dáð. Meðan við vorum
veikir var liann okkar bezti forvígismaður, enda
þótti þá varla ráð ráðið utan hann væri aðspurður. En
bezt þekkist Stephan á heimili sínu. Þeir sem lengi liafa
þekkt það, hljóta að viðurkenna, að það er að fiestu leyti
sönn fyrirmynd; samúð og hlýleiki meðal fjölskyldunn-
ar hefir ætíð verið einkenni þess, og sem hefir breitt
blessun og frið yfir hið ýmsa mótdræga, sem mætt hefir,
og torvelt ætla jeg sje uð finna þau hjón, sem betur taki
höndum saman til að gjöra heimili sitt aðlaðandi jafnt