Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Síða 4
2
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Á þessu ári teljast liSin vera :
frá Krists fæöingu - ... - 1918 ár
Árið 1918 sunnudagsbókstafur F Gyllintal: 19.
Milli jóla og langaföstu eru 6 vikur og 5 dagar.
Myrkvar.
Ariö 1918 veröa þrír myrkvar, tveir á sólu og einn á
tungli.
1. Sólmyrkvi 8. júni ; ekki sýnilegur í V.-Canada.
2. Tunglmyrkvi ; ekki sýnilegur hér.
3. Sólmyrkvi ; sýnilegur í Ameríku.
, TungliS.
Fylgisgjarna jarðarinnar er tunglið. Þvermál þess
er 2,163 mílur og fjarlægð þess frájörð vorri 288,000 ensk-
ar mílur. Braut sína umhverfis jörðina gengur það á því
tímabili, sem alment er kallað lunglmánuður ; er það
tímabil alment talið 28 dagar, en í raun réttri 27 dagar og
8 klukklustundir, eða rétt um það bil.
Um tímatalið.
Forn-Egyptar skiptu degi og nóttu í 12 kl.-stutidir
hvoru,—-og hafa Gyðingar og Grjkkir ef vill lært þá venju
af Babýlóníu mönnum. Það er sagt, að deginum hafi
fyrst verið verið skift í klukkustundir árið 293 f, Kr., þeg-
ar sólskífa fyrst var smíðuð og sett upp í Quirinus-muster-
inu í Róm. Þangað til vatnsklukkurnar voru uppfundnar
(árið 158 f. Kr.) voru kallarar (eða vaktarar) viðhafðir í
Róm tll að segja borgarbúum hvað tímanum liði. Á Eng-
landi voru vaxkertaljós höfð fyrst frameftir, til að segja
mönnum, hvað tímanum liði. Var áætlað, að á hverri
klukkustund eyddust 3 þumlungar af kertinu. Hin fyrsta
stundaklukka (tímamælir—sigurverk) í líkingu við þær,
sem nú tíðkast, var ekki fundin upp fyr en árið 1250.
Fornmenn á Norðurlöndum töldu flestir, að dagur byrjaði
með upprás sólar. Aþenumenn og Gyðingar töldu hann
byrja á sólsetri og Rómerjar, eins og vér, á niiðnætti.