Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Blaðsíða 26
22
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
karlsskráp meS miklu gull-útflúri af Ástsœl Jóns-
syni bókbindara ; mynd af Ðrangey, máluó af Kin-
ari Jónssyni, myndhöggvara. Ríkaröur Jónsson,
myndhöggvari geröi af skáldinu brjóstlxkan og
lágmynd, sem hér eru sýndar. Bókmentafélagiö
geröi hann aö heiöursfélaga og aö síöustu sœmdi
alþingi hann fimm þúsund króna heióursgjöf.
Stephán fór heiman frá sér 7. maí, en dvaldi
um tveggja vikna tíma í Winnipeg, abur hann
lagöi af staö til New York, því þaöan var feröinni
heitiö yfir hafiö meö Gullfoss, skipi Eimskipafé-
lag's íslands, sem boöiö haföi Stepháni aö vera
sinn gestur landa milli. Meöan á dvol Stepháns
stóö í Winnipeg, var honum haldiö veglegt kveöju-
samsœti, ásamt herra Árna Eggertssyni, sem hon-
um varö samferöa til íslands. Fyrir því stóö klúbb-
urinn Helgi magri. Til Reykjavíkur kom Stephán
daginn fyrir minningardag þjóöarinnar, sem oröinn
er 17. júní. Aö undantekinni hinni vanalegu virö-
ingar-athöjn, sem sýnd er þjóöhetjunni framliönu,
Jóni SigurÖssyni, þann dag, snerist hátíöahaldib
aö mestu leyti utan um Klettafjallabóndann og
skáldiö : Stephán G. Stephánsson.
Utgefanda Almanaksins kom í hug, aS bœöi
væri þaö gagn og gaman aö safna öllu því sam-
an í eina heild sem um Stephán var sagt heima,
í bundnu og óbundnu máli og kom á prentí hér
og þar í blööum, og í sérprenti, en þó er hér fleira,
sem eigi var borin á prentsverta. Veit eg þaö
vel aö öllum Vestur-fslendingum mun mikil nautn
i aö lesa þaö, sem hér fer á eftir um einn mœtasta
manninn sem þeir eiga. —Utgefandinn.