Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Blaðsíða 30
26
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
Þolinn varstu — því fór betur —
þinnar æsku snjóavetur.
:Fremd vor bezt í fjörru landi,
frækilega’ er mark þitt hæft.
Velkominn þig vornótt býSur;
vinarkveöja’ í blænum líöur.
Dalaelfur djúp þitt róma;
duna fossar gle'ðislag.
Stormur betri stilling sýnir.
Stuðlabjörgin, frændur þínir,
:,: tíguleg í tíbrá ljóma,
telja sér þinn höfðingsbrag.
Ekki þarftu’ í langar leitir,
ljós er kveikt um allar sveitir.
Saman lesa æska’ og elli
undir hinstu náttamál.
Logar yfir þessu þingi
þökk frá hverjum íslendingi.
:,:Heilir þeysi’ að þínum velli!
Þakka fyrir silki’ og stál! :,:
17. júní 1917. Jakob Thorarensen.
RÆÐA
dr. Guðmundar Finnbogasonar í heiðurssamsæti fyrir
Stephan G. Stephansson, 17. júní 1917.
Eg man hve starsýnt mér var á grösin, sean uxu upp
úr sandinum austur á Fjöllumum, þar sem eg var í æsku.
Þau voru kjarnmeiri en aðrar jurtir, og þar var ilmur úr
grasi. Eg hefi iíka oft hugsað um það, að einhver orð-
sj)akasti maðurinn, sein sögur vorar greina frá, var ein-
mitt sá, sem allra manna iengst varð að fara einförum og
liaíast við á öræfum; eg á við Gretti Ásmundsson. Og
mér finst það ekki síður einkennilegt, að tvö afskokt
cyðikot skuli rnetast um heiðurinn af því að hafa fóstrað
annað eins kraftaskáld og lieiðursgesturinn okkar, Steph-
an G. Stepliansson, er. En þetta ber alt að sarna brunni.
Það sýnir, að
öræfanna andi,
sem á sér ríki og völd
á þessum slóðum, er heilnæmur og hreinn. 1 biblíunni
er oft getið um óhreina anda, og eitt af störfum frelsar-
ans var það, að reka óhreina anda út af mönnum, sem
]>eir höfðu farið í. Hann spurði ei.rn þessara óhreinu