Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Qupperneq 33
ALMANAK Í918
29
kvæða við sál mannsins, svo að hún yrði eign hennar og
óðal. Og í mörgmm beztu kvæðum Stephans finnum vér
einmitt þennan undirstraum líisins í náttúrunni, finn-
um, að lýsinigin gefur hvorttveggja í senn: mynd hins
sýnilega og sögu hins ósýnilega anda, sem f því býr og
bærist. í tíbrá málsins rennur náttúran og mannslífið
saman. Þar endurspoglar hvað annað, þar sprettur hvað
af öðru:
“Mér skapar veröld með einstökum orðum,
íslenzkan nú, eins og hann gerði forðum”,
kveður skáldið. Og stundum getum vér naumast greint
iödd náttúrunmar og i'ödd skáldsins að, því að þær
eru samróma.
Yrkisefni Stephans eru ekki síður auðug og marg-
liáttuð en málið hans. Mann furðar, hvaðan honum
kemur allur sá hugmynda-auður, hvar og hvenær hann
liefir numið alt það, sean hann veit. Hann hefir sagt, að
"lífsins kvöð og kjarni er það að líða
og kenna til í stormum sinna tíða.”
Og það hefir liann gert. Iiann er svo veðurnæmur, að
liann finnur jafnt til með því sem gerist hér heima á is_
landi, austur á Rússlandi, suður í Transvaal og því, sem
nær nonum er, og hugur hans býr jafnt í fornöld vorri
og sögum og í nútíð og framtíð. Hann fær yrkisefnin
úr öilum áttum. Og Jiegar vér gætum alis þessa og
minnuinst þess, að skáldgyðjan á sextugasta afmælis-
daginn lians sagði við hann:
“Þú helgaðir stritinu liraustleik og dag,
mér liríðar og nótt og þreytu.”
l>egar vér með öðruin orðum minnumst þess, að ljóðin
lians, með öllu því sem í þeim felst, eru aðallega andvöku-
starf, þá verður manni að spyrja: Hvenær hefir liann
sofið? Eitt er víst:
“í>ú /hefir af þér æfilangt
engan róður sofið.”
Og nú situr þú hér á meðal vor, Stephan G. Stephansson.
v«rtu velkominn! Við báðuin þig að koma vegna þess,
aö okkur langaði svo innilega til að taka í liönd þína og
jiakka þér fyrir landnámsstarf þitt í þarfir íslenzkra
bókmenta. Þú hefir auðgað þær að inargvíslegum ljóð-
uin, sem lifa munu um ókomnar aldir, því að eins og þú
hefir sjáifur kveðið til annars skálds: