Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Side 45
ALMANAK 1918
39
og hnjúkar minna fjalla,
jeg heifst á loft a‘ð horfa á það
að hnjúkurinn lyftist kaldi,
og vildi helzt nú hlaupa’ af stað,
að hneigja slíku valdi.
En, þó mig langi, — liggja’ á bönd —
að lítirðu fegurð mína.
En eg á langa hugans-hönd
og henni’ eg lauma’ í þína.
En, hugsir þú: ó, þetta’ er frekt,
og þarna’ er vitlaus hitinn!
Eg svara: Þetta’ er þægilegt,
og þér er sama um litinn.*
Á jólum einum átti’ eg þig,
um alla nátt og daginn.
Og eftir það þú eltir mig
um endilangan bæinn.
Eg brendi graut, svo brá hann lit,
og bunu helti’ í eldinn.
Sem húsfrú misti’ eg hálft mitt vit,
En hlakka til á kveldin.
Þó leiki sér ei létt og ungt
um loft, þinn dýri hróður,
sem hafsins duna, dynur þungt,
þinn djúpi, sterki óður.
í annara lest þú aldrei sést,
en ert úr þínu’ að vinna.
En það sem mest er,—ber af bezt,—
er breiddin vængja þinna.
Á meðan ertu' í heimi hér,
með hraun og klettum ljótum,
og vængir enn meir vaxa þér,
sem valda sveiflum skiótum,
að standir þú, — það ósk mín er, —
sem allra dýpstum rótum,
svo verði aldrei, aldrei þér
neitt ósköp kalt á fótum!
*) Sbr. “Minni kvenna” 1917.