Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Blaðsíða 47
ALMANAK 1918
41
3Vs tíana á leiðinni. — JSyjan er tignarleg ásýndum, því
liún gnæiir liátt úr sjó sem teningsinyndaöur stöpull til
að sjá, eða eins og fell þau, sem kölluð hafa verið Kistu-
fell. Þegar nær dregur, fríkkar liún, því þá kemur betur
í ijós bið móleita berg, sem fuglarnir hafa málað alia-
vega með skringilegum drit-rósum, en að ofan er liún
alþakin grænum grassverði. — Bjargið er alsett fugli og
lieyrist ekki mannsins mál fyrir gargi. Nú eru það nærri
eingömgu ritur og einstaka lundar, sem búa í bjarginu.
Langvíur og aðrir bjargfuglar, sem mest er af á vorin,
liafa flutt búferlum, þegar líður á sumarið. — Við lent-
um í Heiðnabergsvíkinni. Þar er breið glufa i bergið
og partur af eynni liefir klofnað frá, sem heitir Lamb-
höfði. 1 víkinni er blæjalogn og dauður sjór og þar er
dálítil fjara, þar sem hægt er að lenda. — Heiðnabergið
þótti varasamt fyrrum, þar til Guðmundur góði vígði
það. Grá og loðin hönd, setm hélt á beitti skálm, kom
út úr berginu og hjó sundur vaðinn fyrir þeim sem, seig
í bjargið. — Má vel vera, að einhver hvöss steinnybba
iiafi kubbað vaðinn og biskup hafi höggvið hana burtu
líkt og sagt er um prest nokkurn í Grímsey, sem fenginn
var til að vígja bjargið þar. Hann sá strax hvernig í
öilu lá, liafði með isér hamar í laumi, en lét karlana
syngja sálmsversin svo hátt að þeir heyrðu ekki hamars-
liöggin. En vígslan dugði vel.
Manni verður starsýnt á fuglinn í bjarginu. Purðan-
legt live lionum tekst að finna þrep fyrir hreiðrin, en
rúmlítil eru sum þeirra og sést það á dauðurn ritu-ung-
um, sem finnast rotaðir víð bjargræturnar í fjöninni.
8umir hafa máske rotast af grjóthruni úr berginu, því
alt ai' er að molna úr berginu, og einhvern tíma verður
engin Drangey lengur til. En margar ritur munu þó kom-
ast á legg og á loft, áður en svo stór brestur verði.
Euglinn fiýgur snöggvast upp, þegar við lendum, en
sezt von bráðar aftur. Samkomulagið er misjafnt, jafn-
vel milli hjóna. Sumir höggvast með nefjum og fiður-
reita hver annan út af síldarbita eða anmari átu. En
aðrir gleðjast yfir isólskininu, nugga saman nefjum í
kærleika eða verma livor öðrum með dúnmjúkum,
blóðheitum brjóstum og vængjakrikum. Munarkossar
og móðurfaðmlög. — En af hverju lundarnir eru ýmist
kallaðir prestar eða prófastar, skal látið ósagt. Þegar
þeir standa hnakkakertir á afturfótunum, ólikir venju-
legum fuglum, og styðja sig við spert stél, svartklwddir,
nokkrir samam á bergsyllu í samræðum, — þykir sumum
það minna á hempuklædda presta á prestastefnu.
Við megum nú ekki vera að því, að sinna fuglunum
frekar, en þó má snöggvast minnast með viðbjóði á,
hvemig vesalings langvíurnar eru veiddar hér við eyna.