Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Síða 52
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
Svo þetta er land hans, og þetta bær,
og þarna’ á hann búslóð sína’ alla;
svo það er hér, sem hann hörpuna slær
svo að heyrist til íslands fjalla.
Hér býr hann þá, íslenzki útlaginn,
sem var útlægur gjör fyrir hörpuslátt sinn,
þennan andvöku óð,
sem að ókyröi’ og vakti hans sofandi þjóö.
Hér vil eg gista—og heimamann bið
til húsbóndans kveðju að bera
frá vegmóðum íslending anddyr hans við,
sem óski að fá að vera.
Og sveinninn fer inn að segja það,—
svo kemur maður einn út á hlað,
mundar hendina’ á mér,
mælir djarflega: Nefndur eg er
Stephan G. Stephansosn.
Eg stari á hann—undrast þá íslands synd
aö eiga ’ann í fjarlægu ríki.
“Hann er eins og hreystinnar heilaga mynd”
væri’ hún höggvin í útlaga líki.
Úr hendi hans streymir styrkur og þor,
stálvilji, framsókn, íslenzkt vor.
Fátt er fatnaði hans,
fjölskyldumannsins og landnemans.
Eg heyrði til íslands þinn hjartaslátt,
um húmdimmar andvökunætur,
og veit hve oft sá á erfitt og bágt,
sem í útlegð af heimþrá grætur.
Eg þekki þig, hetja, þinn andvökuóð,
þitt íslendingshjarta, þitt norræna blóð,
þína ættjarðar ást,
sem í útlegð var dæmd til að lifa—og þjást.
Eg þekki þig, hetja, þau skot, er þú skauzt,
það skotvopn er tókstu í hendur,
þegar þú sjálfur blæðandi brauzt
á bak aftur þína fjendur.
Svo græddir þú þeirra svöðusár
með söngvum—nú brosa þeir gegn um tár,
til hins syngjandi svans,
til sigrandi mannúðarpostulans.