Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Qupperneq 53
ALMANAK 1918
47
Og e£ til vill var eg einn a£ þeim,
senx £ékk áverka a£ þér fyrir löngu,
og gróinn ai sárum sæki þig heim,
soltinn og þreyttur af göngu.
Eg er kominn til þín yfir Klettafjöll,
yfir koldimmar sprungur og vatnaföll,
til aö þakka þér
þrekvirkiö, sem þú vanst á mér.
Hann býöur mér inn í bæinn sinn,
og brosandi spyr hann mig frétta
heiman af Islandi, útlaginn,
með ánægju seg:i' eg þaö rétta:
Aö Xsland þakki hans andvökuljóð,
því þau örvi og kæti’ hina vaknandi þjóö,
þrái aö hafa hann
viö hjarta sitt skáldiö og útlagann
Stephan G. Stephansson.
DAVIÐ STEPÁNSSON frá Fagraskógi.
MINNI
STEPHANS G. STEPHANSSONAR, skálds.
ísafiröi, 30. ágúst 1917.
Vinir mínir liér í bæ hafa leyft mér að bjóða hingað
velkominn heiðursgestinn, Stephan G. Stephansson,
skáld, af því að eg mun vera eini maður hér, sem hefi
kynet honum vestan hafs, og mér er þetta bæði Ijúft og
skylt, vegna þeirrar vináttu, sem verið hefir, og er, okkar
í milli.
Kvæði þes-sa skálds eru mönnum kunn og um þau
liefir margt gott verið ritað. Á hinn bóginn eru flestir
ókunnir æfiatriðum hans með öllu, því að “um þau finn-
ur enginn einn einasta staf”,—eins og Þorsteinn Erlings-
son kvað, — raunar um alt annað.
Þó að fjarri fari, að eg þekki æviatriði skáldsis sem
skyldi, vil eg drepa á fó ein til skýringar því, sem eg þarf
að segja síðar.
Stephan G. Stephansson er fæddur í Skagafirði og
ólst þar upp með foreldrum sínum, á þrem jörðum, fram
yfir fermingaraldur, en fiuttist l)á austur að Mjóadal í
Bárðardal í Þingeyjarsýslu og var þar 4 ár. En á tvítug-
asta árinu fór hann vestur um ihaf og hefir dvalist þar
siðan, saimfieytt í 44 ár. Þar hefir hann ])rívegis numið
lönd, tvívegis á sléttunum, en síðast í Alberta-fylki, vest-