Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Síða 58
52
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
manns, sem svo skörulega heíir haldiö á loft hreysti og
drengskap ]>essa ágæta, vestfirzka kappa.
Og svo hið eg ykkur að hugleiða T)á heimþrá og ætt-
jarðarást, sem lýsir sér í því, að skáldið hugsar sér að
■Þormóður bíði þarna hana síns í hermannahópnum, en
hafi þó verið
“Þögull í vökunni heima á íslenzkum stöðvum”.
Og hverjar voru þessar “íslenzku stöðvar”, sem Þormóð-
ur dvaldist á, þessar “fslenzku stöðvar,” sem skáldið sá
vestan frá Klettafjöllum?
Það Skal eg segja ykkur: Við sjáum þær héðan, sjá-
um þær frá ísafirði. t>að var Arnardalurinn hérna úti
á nesinu, þar sem Þormóður sá I>orhjörgu Kolbrún íyrst
og síðast, þar sem hann orti Kolbrúnarvísur sfnar.
Og það fær mér mikillar gleði, að þú, Stephan O.
Stephansson, fær nú að líta þessar “fslenzku stöðvar”
eiginaugum. Og þó að við eigum nú að skiljast, og þú
eigir aftur að hverfa í mikinn fjarska, þá veit eg að hugur
þinn muni hér eftir sem hingað til leita sér hvíldar á
fslandi, og eg vil vona, að þér mogi þá verða ánægja í
að dveljast á þeim sömu stöðvum, sem þú hafðir séð
Þormóð á, þessum stöðvum, sem þú hefir nú sjálfur séð.
Og eitt er enn!
Enginn hefir séð fsland, riema hann hafi séð þann
landsfjórðung, sem fóstraði .Tón Sigurðsson. Alira sízf
mættir þú, skáld, fara þess á mis, svo ágætlega sem þú
ortir um þann mann á aldarafmæli hans.
Að svo mæltu þakka eg þér fyrir komuna og býð þig
velkominn.
Vertu velkominn á æskustöðvar hormóðs Kolbrúnar-
skálds.
Vertu velkominn í ríki Jóns Sigurðssonar.
Vertu velkominn til fsafjarðar.
Baldur Sveinsson..
TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
Á samkomu Borgfirðinga 19. ágúst 1917.
I.
Hvar er Egill? Hvar er Snorri?
Hver á að tóna Braga-spjall
— sem að kveðiu varpi vorri
vestur undir Klettafjall