Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Blaðsíða 67
ALMANAK 1918
69
liafist úr fátækt til valda og veraldartignar. Þar er þó
vörumerki, er mjög má vara sig á. Stundum var það fú
vísi einhvers valds, stjórnar eða þjóðar eða, ef til vill, ó-
drengskapur sjálfra þeirra, er þeir máttu þakka ríki sitt
og upphefð. Stærra er hitt áreiðanlega, að hljóta slíkan
veg og frama, sem Stephani G. Stephanssyni hefir hlotn-
ast, og lia.fa samt aldrei lolið né kropið neinu valdi,
livorki iýð né landshöfðingjum. Og ])ó er slíkt skuggi
einn., svipur, ekki maðurinn sjálfur, né verk lians, er mest
er um vert. Stærst er, að hafa orðið svo raunspakur
andans maður, sem hann, máttugur í orði og óði, og liafa
])ó orðið að stríða við ómegð og erfiðan efnahag alla æfi.
Kæri Stephan G. Stephansson! Margir eru þeir, sem
þakka þér heimsókn og hlýja viðkynning. Seint mun
kunningjum þínum fyrnast skírskorið andlit þitt, rákir
þess og dræt ir. Og af alhuga óska þeir þér góðar heim-
farar og heimkomu. Og það er ekkert skjall né skvald-
ur, að márgur hugur mun fljúga til þín héðan af landi,
]>ó að órahöf og fjarlægðir skilji þig frá fósturjörð, frænd-
um og vinum.
Sigurður GuSmundsson.