Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Síða 78
70
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
sér leiða, og átti góðan þátt í öllum félagsmálum.
Hann var gleSimaður mikill, alstaðar velkominn og
ágætur heim að sækja.
Skúli Jónsson, bónda á Ásgrímsstöðum í Hjalta-
staðaþinghá, Torfasonar á Sandbrekku í sömu sveit.
—Til Ameríku fluttist Skúli árið 1894. Var fyrst
lítið eitt í Þingvalla-nýlendu, en fluttist þaðan til White
Sands og kom þaðan í
þessa bygð árið 1898.
Dvaldi fyrst hjá Þorsteini
Þorsteinssyni og systur
sinni Önnu, konu Þor-
steins. Síðan fluttist hann
til Bjarna Jasonssonar. og
hefir oftast talið þar heim-
ili sitt. Nokkru áður en
hann byrjaði að nema
lönd hér í bygð, fór Skúli
suður til Dakota í þresk-
ingarvinnu, og mun hann
þá hafa vakið eftirtekt
íslendinga þar, á hinu
mikla óbygða landsvæði
hér, enda kunni hann
manna bezt um það að
dæma, þar sem hann
hafði komist í það æ'fin-
týri að vera vegviltur í tvö dægur á hinum svokölluðu
Quill-sléttum, fótgangandi og mataralus. Árið 1903
nam Skúli hér land, n.v. af 4-32-1 1. — Skúli hefir
reynst bygð sinni hinn nýtasti og bezti drengur. Stutt
og eflt öll góð málefni og félagsskap og ávalt búinn
til að liðsinna með fé og forsjá. Hefir marg sinnis ver-
ið til hans leitað viðvíkjandi einu og öðru og mun eng-
inn vita til þess, að hann hafi daufheyrst við, eða
þreyzt á að rétta hjálparhönd, þar sem með hefir þurft.
—Skúli er enn ókvæntur. Er talinn vel efnaður. —