Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Síða 110
102
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
1 886. Á þeim árum var tregt um vinnu hér í landi og
kaupgjald lágt, og voru því efni þeirra hjóna lítil þegar
hingað kom, en dugnaður og þrautseigja beggja hjón-
anna komu þeim yfir örðugleikana, sem frumbýlings-
árin hér í landi höfSu í för meS sér. Þau áttu hóp barna
íyrir aS sjá og leystu uppeldi þeirra af hendi meS
sóma. I félagslífi nýlendunnar tóku þau hjón mikinn
og góSan þátt. Hélt Bjarni uppi sunnudagsskóla um
nokkur ár og lét sér ant um kristindómsmálin. Á sam-
komum bygSarinnar kom hann oft fram á ræSupallinn
og var ánægjulegt á hann aS hlusta, því hann var maS-
ur mjög skýr og vel greindur. í skólanefnd sveitarinn-
ar sat hann alt af. — Tólf ár bjó Bjarni í Þingvalla-
bygS; þá fluttist hann ásamt þrem öSrum íslenzkum
bændum austur í Strathclair-sveit í Manitoba o.g settist
á land er hann keypti. Þar bjó Bjarni rausnarbúi í
fiórtán ár. En þá höfSu smámsaman íslenzku ná-
grannarnir flutt burtu og var Bjarni einn orSinn eftir
íslendinganna og kunni þá eigi viS sig þar lengur; vildi
hann þá komast í bygS meS Islendingum til þess aS
geta notiS félagsskapar meS þeim á elliárunum. Börn
hans voru þá og fulltíSa og sum komin vestur í Vatna-
bygS í Saskatchewan og stóS því hugur hans þangaS.
Seldi hann þá lönd sín í Manitoba og keypti aftur ná-
lægt bænum Elfros. Var hann á leiSinni þangaS meS
búslóS sína, þegar hann féll út af járnbrautarflutnings-
vagni og beiS hana af. — Bjarni og kona hans Elín
Indíana eignuSust tíu börn, en sex af þeim komust til
fullorSinsára: Stephan Danival, ráSsmaSur hjá útgáfu-
félagi Heimskringlu í Winnipeg; Eiríkur, hóndi viS
Elfros, Sask., giftur Þorbjörgu dóttur ÞorvarSar Ein-
arssonar í Pembina, N.-D.; EngilráS, gift Ó. Ögmunds-
syni, bónda hjá Winnipegosis; Anna Jakobína, gift
Gunnari Gíslasyni, bónda hjá Elfros, Sask.; Elí Bjarni,
býr meS móSur sinni viS Elfros, og Karólína, heima *
hjá móSur sinni.
J