Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Page 114
106
ÖLAFUR S. THORGEIRSSON
Kristínu Þorsteinsdóttur, Jónssonar frá Haugshúsum
á Álftanesi, og konu hans Kristínar Guómundsdótt-
ur, Jakobssonar frá Húsafelli.
Lögóum vió af stab 11. sama mánaSar til þessa
lands og lentum í Winnipeg 1. ágúst.
Fyrsta verk mitt í þessu landi var, aS moka
sandi undir trébönd á járnbraut, og vann eg fyrstu
árin mest viS járnbrautarvinnu. því hún var þá helzt
á boSstólum. Eg fluttist á heimilisréttarland mitt í
janúar 1891, og er þaS sem tvær og hálfa mílu aust-
ur frá þorpinu Churchbridge, og átti þar heima til
ársins 1905, aS eg flutti þangaS sem eg nú bý, sem er
um fimm mílur norSaustur frá Churchbridge, og þar
sem nú er Thingvalla pósthús.
Börn okkar eru þrjár dætur : Ingibjörg Þóra,
fædd 12. september 1888, nú gift Alexander Óskar
Jósepssyni, Óiafssonar, og eiga þau heima í Chuich-
bridge. Jórunn er fædd 9. febrúar 1895; gengur hún
á háskóla, en kennir viS alþýSuskóla á sumrin. Elin
Kristín er fædd 19. júní 1903.
2. marz 1916.
Magnús Hinriksson.
(Framhald á sögu Þingvallabygðar í nœstu lítgáfu.)