Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Side 118
110
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
Guðjónía Einarsdóttir Ólafsson.
(ÆSKUMINNING).
Hún var fædd aS SySra-Hraundal, í Álptaness-
hreppi í Mýrasýslu, þann 14. dag aprílmánaóar 1859.
Foreldrar hennar voru þau heiSurs-hjón : Einar
Jónsson Hnappdal og Halla Jónsdóttir frá Svarf-
hóli í Mýrasýslu. Einar var maSur vel gefinn, kjark-
mikill og bezti drengur, og svo barngóSur, aS hann
átti fáa sína líka. Hann var fæddur 18. júlí 1829,
og dó í N.-Dakota 22. feb. 1906. Halla var mesta
merkiskona, prýSisvel skáldmælt og stórgáfuS. Alt,
sem hún orti (og þaS var mikiS) lýsti hreinu og göf-
ugu hugarfari og viSkæmu hjarta. Hún var fædd aS
Háhóli í Mýrasýslu, þann 5. apríl 1816, og dó í N. -
Dakota fyrir rúmum þrjátíu árum. Öll voru börn
þeirra vel gefin og miklum mannkostum búin, og var
öllum, sem nokkuS kyntist þeim, mjög hlýtt til þeirra.
Af þeim (börnum þeirra) eru nú á lífi aó eins tvö :
Siguróur B. Einarsson Hnappdal, bóndi nærri Hall-
son P.O. í N.-Dakota, og Ingiríóur (ekkja Snæbjarnar
Ólafssonar) í Manitoba.
Einar og Halla tóku sér bólfestu í íslenzku ný-
lendunni á Mooselands-hálsum í Nýja-Skotlandi, og
fluttust þrjú af börnum þeirra þangaS meS þeim : Jón,
SigurSur og GuSjónía ; en Ingiríður kom ekki vestur
um haf, fyr en tólf eSa þrettán árum síSar.—Býli sitt
þar í nýlendunni kölluSu þau Fljótsbrekku. Það var
austasta býliS í íslenzku bygSinni. Var þar jafnan
gestkvæmt mjög, og var öllum tekiS með opnum örm-
um gestrisninnar, þó oft væri þar þröngt í búi, eins
og hjá öSrum þar í nýlendunni. — Eg man þaS, aS
enskur prestur og mann-vinur, Potter áS nafni, sem
þangaS kom einu sinni, dáSist aS því, hvaS fólkiS í