Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Side 126
118
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
HELZTU VIÐBURÐIR OG MANNALÁT MEÐAL
ÍSLENDINGA f VESTURHEIMI.
5. apríl. Halldór Johnson, guðfræðis-kandídat tók burtfarar-
próf við prestaskóla General Council í Chicago.
Við vorpróf háskólans í Manítoba útskrifaðist Jórunn Hin-
rikson, dóttir Magnúsar Hinrikssonar, bónda í Þingvallabygð-
Les lögfræði.
Við vorpróf háskólans í Saskatoon, Sask., útskrifaðist Valdi-
mar A. Vigfússon, sonur Narfa Vigfússonar, bónda í Vatnsdals-
nýlendu. Lagði stund á efnafrœði.
Skúli Johnson, B. A. var sæmdur Magister Artium lærdóms-
gráðunni við háskólann í Manitoba, fyrir ritgerð um : Einnar
aldar sonnettu-skáldskap á íslenzku.
Jón S. Árnason. B. A., frá Manitöba-liáskólanum (1913), var
sæmdur Magister Artium nafnbótinní fyrir ritgerð er hann samdi
um Thyroid Extirpation við sama háskóla.
27. júní 1917. — J-andnemahátíð Foam Lake-búa,
I nóvember 1917, lauk námi við læknaskólann í Winnipeg,
Sigurgeir Bardal, sonur Páls Sigurgeirssonar Bardals og Hall.
dóru Björnsdóttur í Winnipeg.
1917___Við fylkis þingkosningar í Saskatchewan, náði endur-
kosning í Wynyard-kjördæmi W. H. Paulson í Leslie.
Hið Evangeliska lút. kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi,
hélt sitt 33. ársþing í Minneota, Minn., frá 14, til 20. júní.
Haustið 1917. Síra Rnnólfur Fjeldsted fekk veiting fyrir
yfirkennarastöðu í latínu og grísku — við Midland-skólann í
Kansas í Bandaríkj, unum.