Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 25
ALMANAK
25
um og tímaritum beggja megin hafsins.
Helstu einkenni skáldsagna Jóhanns Magnúsar eru
frásagnargáfa og athugunar í ríkum mæli, samhliða fá-
gætu ímyndunarafli, er sveipar sögurnar heillandi æfin-
týrablæ. Mannlýsingar hans eru einnig margar hverjar
svo glöggar, að þær standa lesandanum ljóslifandi fyrir
sjónum. Náttúrulýsingar hans, t.d. landslagslýsingarnar,
eru einnig oft bæði fagrar og sannar.
Eins og fyr er vikið að, eiga skáldsögur hans bæði
sögulegt og bókm'enntalegt gildi. Þar eru margar raun-
sannar og minnisstæðar myndir úr lífi íslenzkra landnema
fyrstu árin vestra. Eru þær dregnar með samúð þess
manns, er skildi til fulls, hverjar þrautir og örðugleikar
urðu á vegi frumbýlinganna. Má í þessu sambandi minna
á þjóðrækni Jóhanns Magnúsar og ættjarðarást, hvort-
tveggja einkennir öll rit hans. Eigi mun það hafa verið
tilviljun ein, að fyrsta sagan í Sögur og kvæði ber nafnið
“Islendingurinn” og er um afrek Islendings. Flestar sögu-
hetjur höfundar eru íslenzkar. Honum er umhugað um
veg ættþjóðar sinnar, hann er íslenzkur inn í hjartarætur.
Hverjum hleypur eigi kapp í kinn við að lesa “Islenzkt
heljarmenni” eða “Islenzkur ökumaður?” Er þar sýnn
metnaður höfundar fyrir hönd þjóðar sinnar, en sá metn-
aður er heilbrigður og laus við allan hvimleiðan þjóðar-
rembing. Hjá skáldinu gengur Islendingurinn jafnan sigri
hrósandi af hólmi. Ekkert minna taldi hann honum sæm-
andi. Og í þeirri hugsun felst eggjan til dáða.
Þá eru hin mörgu æfintýri Jóhanns Magnúsar, og eru
þau bæði meðal hins allra bezta, sem hann hefir skráð, og
sérstæð í íslenzkum bókmenntum, frumleg og gullfalleg
að efni og framsetningu. Af sama toga spunnin er sagan
Karl litli (Reykjavík, 1935), sem hiklaust má telja ein-
hverja allra merkilegustu og sérkennilegustu æfintýra-
sögu frumsamda á íslenzku, enda fór Einar H. Kvaran
rithöfundur þeim orðum um hana, að hún sé “samboðin