Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 37
ALMANAK
37
Björnssonar frá Sleitu(bjarnar)stöðum í Skagafirði. 1)
Willielm Anderson var hermaður í heimsstyrjöldinni
fyrri. Eftir stríðið settist hann að sem bóndi í Hallson, N.
Dakota, seinna gerðist hann kaupmaður þar. Þar var
hann tíu ár. Hann hafði gengið á búnaðardeild há-
skólans í Manitoba, en eftir veruna í Hallson fór hann til
háskólans í Chicago og las þar heimspeki og guðfræði
um fjögra ára bil; tók hann doktors-próf þaðan 1932. Eftir
það vann hann tvö ár fyrir landbúnaðar-ráðuneytið í
Washington áður en hann flutti til Washington alfarinn.
Þar hefur hann líka alltaf unnið fyrir landbúnaðar-
ráðuneytið við landbúnaðar-áætlanir og hagfræðistörf.
Hefur hann sem stendur yfirumsjón þessara landbúnað-
armála fyrir deild þá af landbúnaðarhagfræði-skrifstofu
ríkisins, er sér um Appalachian héröðin í Virginia, W.
Virginia, Kentucky, Tennessee og N. Carolina.
Auk hermennsku, búskapai- og hagfræðistarfa hefur
Wilhelm Anderson fengist við prestskap og kennslu, enda
segir hann að heimspekin sé sér hugstæðust og vonast til
að geta gefið sig við henni þegar hann fær næði til þess
að setjast í helgan stein sem bóndi á bújörð sinni í Cul-
pepper í Virginia. Og helzt af öllu kveðst hann vilja
vera bóndi.
“Það eru bændurnir,” segir hann, “sem halda kyninu
við; þeir komast næst því að lifa í og eftir frelsi laga vorra,
og þeir eru nógu nálægt jörðunni til þess að láta ekki
truflast af kenningum, sem eru óhollar heildinni. Fáar
fjölskyldur, sem borgirnar flytja, endast þar lengur en
sem svarar þrem kynslóðum. Þess vegna er það um fram
allt nauðsynlegt að yrkja upp á sterkan bænda-stofn til
þess að halda mannkyninu við. Island verður að líta vel
eftir hag og dugnaði bændastéttar sinnar, ef það á að eiga
nokkra framtíð. Slíkt hið sama þurfum við Bandaríkja-
menn að gera hér.”
1) Um þetta fólk, sjá ThJ. SNDak. bls. 245.