Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 55
DULARFULT FYRIRBRIGÐI.
Eftir G. J. Oleson.
Það er í frásögn fært, að einn merkilegur, dularfullur
atburður sé tengdur við orustu þá hina nafnkunnu, er
háð var í stríðinu í Vesturheimi, milli Englendinga og
Frakka, um yfirráðin í Ameríku. Stóð orusta sú við
Ticonderoga vígið, sem byggt var af Frökkum milli
George og Champlain vatnanna um 1755. Var sá sögu-
legi viðburður rétt undir loka sennuna, er Englendingar
fengu full yfirráð yfir Canada. Hinn nafnfrægi franski
hershöfðingi, Montcahn, hafði yfirstjórn hersins í virkinu,
en Abercrombie var fyrir enska hernum. Hinn frægi og
glæsilegi hershöfðingi Lord Howe, féll í orsutu stuttu
áður. Var því yfirstjórnin nú í höndum Abercrombie, sem
því var þó alls ekki vaxinn, að hafa þá vandasömu stöðu
á hendi. Söguritarar segja, að leiðir hafi verið opnar
fyrir hann með óflýjandi her, að ná virkinu, ef herkænsku
hefði verið beitt. En hann tók þá leiðina sem ófærust
var, og beið því hinn hroðalegasta ósigur, með ægilegu
mannfalli og varð að leggja á flótta. Féllu þar margir
ágætis menn. Og meðal þeirra er þar mistu lífið, var
Major Duncan Campbell frá Inverawe á Skotlandi. Er
eftirfylgjandi saga sögð, í sambandi við þann atburð.
Hinn fomfrægi Inverawe Kastali, stendur á bökkum Awe
fljótsins við hjarta rætur hins fagra og tignarlega hálendi
Skotlands.
Það bar við eitt kvöld, stuttu fyrir miðja 18. öldina,
að óðalshöldurinn og ættarhöfðinginn Duncan Campbell,
(sem hér að ofan er nefndur) sat í rólegheitum í Kastala