Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 76
76
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Winnipeg skýrir frá því, að Richard L. Beck (sonur þeirra
Jóhanns Þorvaldar prenntsmiðjustjóra og Svanhvítar
Beck í Winnipeg) er lauk 12. bekkjar prófi við þann
skóla, hafi hlotið heiðurspening Landstjórans í Canada
fyrir framúrskarandi dugnað í námi, jafnhliða því er hon-
um höfðu verið veitt Isbister námsverðlaun. Hefir hann
verið forystumaður í félagsmálum skólasystkina sinna,
meðal annars forseti þeirra þálíðandi skólaár.
29.júní-2. júlí—Tuttugasta og þriðja ársþing Hins sam-
einaða kirkjufélags Islendinga í Norður Ameríku haldið
í kirkju Sambandssafnaðar í Árborg, Man. Meðal ræðu-
manna voru prófessor Ásmundur Guðmundsson og cand.
theol. Pétur Sigurgeirsson, er báðir fluttu erindi á þing-
inu. Séra Eyjólfur J. Melan var kosinn forseti í stað
Hannesar Pétursson, er baðst undan endurkosningu.
Sveinn Thorvaldson, M.B.E. var kosinn heiðursfélagi í
kirkjufélaginu í viðurkenningar skyni fyrir langt og marg-
þætt starf í þágu þess. — 1 sambandi við kirkjuþingið
(30. júní og 1. júlí) var haldið 19. ársþing Sambands kven-
félaga þess. Mrs. Ólafía J. Melan var endurkosin forseti.
Eftirfarandi konur voru kosnar heiðursfélagar í sam-
bandinu: Mrs. Ingibjörg Bjarnason og Miss Þorgerður
Þórðardóttir, Winnipeg, Mrs. Sigrún Sigvaldason, River-
ton, Man.
1. júlí—Séra Egill H. Fafnis, er þjónað hafði íslenzku
söfnuðunum í Argyle, Man., um 15 ára skeið, settur inn
í embætti sitt sem prestur íslenzku bygðanna í N. Dakota
af dr. H. Sigmar, forseta lúterska kirkjufélagsins og fyrir-
rennara sínum í embættinu.
6. júlí—Ásmundi P. Jóhannsson, byggingarmeistara í
Winnipeg, haldið fjölment og veglegt samsæti í tilefni af
sjötugs afmæli sínu, fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins.
Auk annara afskipta sinna af vestur-íslenzkum félags-
málum, hefir hann átt sæti í stjórnarnefnd félagsins í
nálega 20 ár og verið umsjónarmaður Laugardagsskóla