Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 71
ALMANAK
71
Nýja-lslandi og var fagnað með virðulegri og fjölsóttri
samkomu að Gimli. Jón K. Laxdal kennari hafði sam-
komustjórn með höndum, en Hjálmar A. Bergmann dóm-
ari ávarpaði hina tignu gesti fyrir hönd fslendinga í
Canada. Er þetta í þriðja sinn, að Landstjóri Canada
heimsækir Gimli; Dufferin lávarður kom þangað 1877 og
Tweedsmuir lávarður haustið 1936.
I. maí—Átti Jón J. Bíldfell, fyrrv. ritsjóri “Lögbergs”,
75 ára afmæli. Hefir hann komið mikið við sögu íslend-
inga í Vesturheimi með þátttöku sinni í félagsmálum,
bæði kirkjumálum og þjóðræknismálum; verið forseti
Þjóðræknisfélagsins oftar en einu sinni, einnig vara-for-
seti þess og ritari.
II. maí—Við uppsögn Saskatchewan-háskóla luku
ungmenni af íslenzkum ættum eftirfarandi prófum:
Ólafur Eggert Laxdal (sonur Mr. og Mrs. T. E.
Laxdal, Kuroki, Sask.), fyrrihluta prófi í læknisfræði,
stundar framhaldsnám á Toronto háskóla.
Conrad Gíslason (sonur Mr. og Mrs. Oscar Gísla-
son, Leslie, Sask.), hlaut annars árs námsstyrk í bú-
fræði.
Barbara Rose Ólafson (dóttir Mr. og Mrs. Thor-
steinn Ólafson, Unity, Sask.), vann verðlaun í hús-
stjórnarfræði.
Tvær aðrar íslenzkar stúlkur gátu sér einnig
frægðarorð þar við háskólann: Aldís Peterson (dóttir
Mr. og Mrs. Ben Peterson, Saskatoon, Sask.), er hlaut
verðlauna-bikar fyrir íþrótta-starfsemi sína og forystu
í félagsmálum stúdenta; og Lilja Kristjánson (dóttir
Mr. og Mrs. Hákon Kristjánson, Wynyard, Sask.), er
skarað hafði fram úr í kappræðum bæði innan háskól-
ans og í samkeppni við aðra háskóla.
18. maí—Sæmdi Manitoba-háskóli dr. Thorberg Thor-
valdson, prófessor í efnafræði við fylkisháskólann í Sask-
atchewan, heiðursdoktors-nafnbót í vísindum (Doctor of