Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 34
34
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
gefa út safn sitt: Icelandic Poems and Stories (1943). 1
þeirri bók á Mekkin þýðingar á tólf smásögum, og fylla
þær næstum helminginn af lesmáli bókarinnar. Eru þýð-
ingar hennar mjög vel gerðar, bæði trúar íslenzkunni og
skrifaðar á fallegri ensku.
Listgáfa Mekkinar hefur á síðari árum fengið útrás í
ljósmyndatöku, sem hún hefur haft í hjáverkum, sér til
gamans. En hún er ekki aðeins listgefin eins og þýðingar
kennar og Ijósmyndir sýna, heldur einnig harðdugleg, að
hverju sem hún gengur.
Mrs. Perkins býr í Roydon Apartments, 1619 R Sti-eet,
N. W., Washington, D. C.
Mrs. Charlotte Hendrickson — Einn af mikilvægustu
mönnum í Washington, D.C. á stríðsárunum var maður
sá, er hafði yfirsjón með kaupum og sölum láns—og leigu
—stofnanarinnar, Roy F. Hendrickson, sem nú starfar
fyrir UNNRA. Hendrickson er af norskum ættum, fædd-
ur í St. Ansgar, Iovva (1903). Hann gekk í skóla í St. Olafs
College og gerðist síðan blaðamaður, unz hann gekk í
þjónustu stjórnarinnar í Washington. Um feril hans má
annars vísa til Who’s Who in America.
Kona Hendrickson’s er Charlotte, fædd Nicholson.
Faðir hennar var Halldór J. Nicholson, sonur Eyjólfs
Nikulássonar Gíslasonar; þeir langfeðgar voru ættaðir úr
Eiðaþinghá. Eyjólfur var einn af frumbyggjum í Minne-
sota. Kona Eyjólfs, móðir Halldórs, var Þorbjörg Jósefs-
dóttir frá Syðrivík í Vopnafirði.
Kona Halldórs J. Nicholsonar, móðir Charlotte, var
Elísabet Gunnlaugsdóttir Péturssonar frá Hákonarstöðum
á Jökuldal og Guðbjargar Jónsdóttur frá Snjóholti í Eiða-
þinghá. Þau fóru til Ameríku 1873. 1) Gunnlaugur var
“frumherji íslenska landnámsins í Minnesotaríkinu og
reisti þar nýja Hákonarstaði.”
1) Sjá Þ.Þ.Þ. SIV, II., 150.