Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 93
ALMANAK
93
face, Man. Fœddur 2. mars 1863 að Gunnfríðarstöðum á Ásum
í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Magnús Snæbjörnsson Snæ-
björnssonar prests í Grímstungu og Margrét Hinriksdóttir,
ættuð af Hvalfjarðarströnd. Kom til Winnipeg af íslandi 1894
og átti þar löngum heima.
26. Björn Þorbergsson landnámsmaður, að heimili sínu í grennd
við Bredenbury, Sask. Fæddur á Dúki í Sæmundarhlíð í Skaga-
firði 28. mars 1852. Foreldrar: Þorbergur Jónsson hreppstjóri
og Ilelga Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf til Canada árið
1891, en til Þingvalla-nýlendunnar í Sask. snemma næsta vor
og hafði verið búsettur þar síðan, eða í full 50 ár. Áhrifamað-
ur í félagsmálum. (Smbr. grein um hann í Alm. Ó.S.Th., 1942).
28. Kristján Bjarnason, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man.
Fæddur 19. júni 1866 að Björgum í Köldukinn. Foreldrar:
Friðbjörn Jónsson og Margrét Jónsdóttir. Fluttist til Canada
árið 1902 og hafði fram á síðari ár verið búsettur í Glenboro,
Man.
29. Margrét Þorláksdóttir Laxdal, að heimili sínu í Milwaukee í
Oregon-riki i Bandaríkjunum. Fædd að Fornhaga í Eyjafirði
5. okt. 1872. Foreldrar: Þorlákur og Anna Björnsson, og flutt-
ist hún með þeim vestur um haf til Nýja-lslands á hinum
fyrstu landnámsárum, en til Mountain, N. Dak., árið 1881.
29. Guðmundur Sigurðsson landnámsmaður, að heimili sínu að
Lundar, Man. Fæddur 27. mars 1870 að Fögruskógum í
Hnappadalssýslu, sonur Sigurðar bónda og Þórunnar konu
hans, er þar bjuggu. Kom til Canada aldamótaárið og nam
litlu síðar land í Grunnavatnsbyggð í Manitoba og hafði átt
þar heima siðan.
ÁGÚST 1945
10. Guðrún Hjörleifsdóttir Bjamason, kona Jóhanns Magnúsar
Bjarnason skálds, að heimili sínu í Elfros, Sask. Fædd 6. nóv.
1866. Foreldrar: Hjörleifur Björnsson og Ragnhildur Árna-
dóttir, er bjuggu í Garðakoti í Mýrdal. (Smbr. minningargrein
um Jóhann Magnús, mann hennar, í þessum árgangi Alm.
13. Sigurður Kjartansson, bóndi i Reykjavíkmr-byggð við Mani-
toba-vatn, að heimili systur sinnar í Woodlands, Man. Fæddur
í grennd við The Narrows, Man., 22. jan. 1904. Foreldrar:
Guðmundur Kjartansson frá Dýrastöðum i Mýrasýslu og Petr-
ína Sigríður Ingimarsdóttir frá Hvammi í Norðurárdal í sömu
sýslu.
13. Guðmundur Guðbrandsson (Brown), frá Winnipegosis, Man.,
á sjúkrahúsi í Dauphin, Man. Fæddur á Skaga í Dýrafirði í Isa-
fjarðarsýslu 2. mars 1865. Foreldrar: Guðbrandur Jónsson og
Halldís Björnsdóttir. Fluttist til Canada 1891, átti um nokkur
ár heima í Brandon en síðan í Winnipegosis.
14. Clara Stefánsson, kona Sigurðar Stefánsson, að heimili sínu í