Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 77
ALMANAK
77
þess í meir en áratug. I samsætinu tilkynnti H. A. Berg-
man yfirréttardómari og forseti háskólaráðs, að Ásmund-
ur hefði gefið $50,000 til stofnunar fyrirhugaðs kennara-
stóls í íslenzkri tungu og bókmenntum við Manitoba- há-
skóla.
Júlí—Um það leyti skýrði tímaritið “Radio World”,
sem út er gefið í Montreal, frá því, að útvarpsþulurinn
Larry Thor Thorsteinsson (sonur Guðmundar skólastjóra
(látinn) og Kristínar Thorsteinsson, nú í Winnipeg), hafi
getið sér óvenjulega góðan orðstír í starfi sínu víðsvegar
um Canada.
Júlí-ágúst—Um þau mánaðamót lagði prófessor Ás-
mundar Guðmundsson, er dvahð hafði rúman mánuð
vestan hafs, aftur af stað heim til Islands flugleiðis. Hafði
hann heimsótt byggðir Islendinga beggja megin landa-
mæra, flutt fjölda af prýðilegum ræðum, prédikunum og
fyrirlestrum, þótt hvarvetna hinn ágætasti gestur og verið
haldin mörg samsæti og sæmdur góðum gjöfum.
6. ágúst—tslendingadagur haldinn að Gimli við mjög
mikla aðsókn. Hin kunna íslenzka óperu-söngkona, frú
María Markan Östlund frá New York, söng mörg lög við
mikla hrifingu mannfjöldans. Fjölmennar fslendinga-
hátíðir höfðu verið haldnar í Blaine, 29. júh og að Silver
Lake (Seattle, Wash.) 5. ágúst; samdægurs höfðu Islend-
ingar í Suður-Californíu haldið þjóðminningar-samkomu.
12. ágúst—Haldið hátíðlegt 70 ára afmæli íslenzku
byggðanna í Minnesota með fjölsóttri samkomu í Minne-
ota. Sóknarpresturinn, séra Guttormur Guttormsson,
stjórnaði hátíðahaldinu, en ræðumenn voru dr. Richard
Beck, er flutti aðalræðuna, Gunnar B. Björnson, ritstjóri
og skattarnefndarformaður, John B. Gíslason, fyrrv. rík-
isþingmaður, og Valdimar Bjömson blaðamaður.
23. ágúst—Lagði skipið “Fanney”, sem síldarverk-
smiðja íslenzka ríkisins hafði látið smíða í Tacoma,
Wash., af stað til íslands. Skipinu hafði verið hleypt af