Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 47
ALMANAK
47
var hvortveggja að séra Friðrik var frábær kennari og
líka hitt að heimakensla sú er hann veitti opnaði mörgum
efnilegum ungling tækifæri til náms, sem annars hefði
farið þess á mis. Þegar góð byrjun var fengin og öflug
hvatning, snéru fáir aftur nema einkis annars væri kostur.
Jóhannes bar gæfu til þess að vera studdur til náms áfram
af foreldrum sínum. Sókti hann Gustavus Adolphus
College í St. Peter, Minnesota, og útskrifaðist þaðan með
B. A. mentastigi vorið 1901. — Samhliða námi hafði hann
af og til frá því hann var sextán ára gamall fengist við
kenslu við bamaskóla í heimabygð sinni. Féll honum
starfið mjög vel og naut hylli sem kennari. Að loknu
námi var því lífsstaðan sem sjálfkjörin. Gerðist hann
skólastjóri að Mountain og hélt þeirri stöðu um tug ára
við bezta orðstýr. Hann hafði frábært lag á því að glæða
áhuga og mentafýsn hjá æskulýðnum, og urðu þeir marg-
ir er töldu það hið mesta lán sitt að hafa notið hans sem
kennara. Tók hann einnig mjög tilþrifamikinn þátt í
félagslífi bygðarinnar. Hann hafði áreiðanlega lent á
rétta hyllu í lífinu. Hann var vígður starfinu til lífstíðar.
Eftir að hann hvarf úr heimabygð sinni veitti hann
forstöðu skólum í Inkster og LaMoure í Norður Dakota
og í háskólabænum Vermillion í Suður Dakota. Auk þess
var hann um hríð aðstoðar eftirlitsmaður skóla (Deputy
County Superintendent) í Grand Forks sveit (County) í
Norður Dakota. Stundaði hann jafnhliða áframhaldsnám
við ríkisháskólann þar og tók meistarapróf (M.A.) í sögu.
Hann tók ástfóstri við þá námsgrein og kendi á því sviði
ætíð síðan. Hann kaus að hverfa frá skólastjórn til þess
að gefa sig óskiftan að kenslu. Það leiddi til þess að árið
1923 færði hann sig til Chicago. Var hann þar kennari
fyrst um langt skeið við Harrison Technical High School,
og síðan við Steinmetz High School. Við síðari skólann,
sem er einn af stærstu miðskólum borgarinnar, skipaði
hann forstöðu í sögudeild skólans (Head of the Social