Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1946, Blaðsíða 99
ALMANAK 99
heima framan af árum, síðan í Winnipeg og öll hin síðari ár
vestur á Kyrrahafsströnd.
10. Ólöf Margrét Anderson, á sjúkrahúsinu að Gimli, Man., 87
ára gömul. Ættuð úr Þistilfirði í Suður-Þingeyjarsýslu og kom
til Canada með fyrri manni sínum, Kolbeini Einarsson, 1890.
10. Anna Björg Sigfúsdóttir Gíslason, á sjúkrahúsi í Vancouver,
B.C. Fædd 28. jan. 1865, á Skriðuklaustri í Fljótsdal í Norður-
Múlasýslu. Foreldrar: Sigfús Stefánsson og Jóhanna Andrés-
dóttir Kjerúlf, systir Þorvarðar Kjerúlfs héraðslæknis og al-
þingismanns. Kom vestur um haf 1905.
14. Ágúst G. Polson, að heimili sínu í Winnipeg, Man. Fæddur í
Austur-Garði í Suður-Þingeyjarsýslu 29. júní 1865. Foreldrar:
Gunnar Pálsson og Jóhanna Ingjaldsdóttir prests Reykjalín.
Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum til Nýja-lslands
árið 1879. Átti um skeið heima þar í byggð, en var lengstum
búsetur í Winnipeg.
14. Júlíus Katstead, á sjúkrahúsi í Calgary, Alberta, 65 ára gam-
all. Mun hafa verið ættaður frá Katastöðum (sambr. nafnið
“Katstead”, er hann hafði tekið sér) í Presthólahreppi í Norður-
Þingeyjarsýslu. Hafði um langt skeið verið búsettur í Calgary.
22. Guðrún Jóhannsson, ekkja Skúla Jóhannssonar, bróður þeirra
Ásmundar Péturs byggingameistara og Gunnlaugs kaupmanns
Jóhannssonar, að heimili sínu í Winnipeg, 86 ára að aldri.
30. Jón Friðriksson landnámsmaður, á sjúkrahúsi í St. Boniface,
Man. Fæddur í Saurbæ í Kolbeinsdal í Skagafirði 20. ágúst
1882. Foreldrar: Friðrik Friðriksson og Guðlaug Sesselja Pét-
ursdóttir, og fluttist hann kornungur með þeim til Vestur-
heims 1888.Átti all-lengi heima í Argyle-byggð, en síðar í
grennd við Cypress River og þar í bænum.
31. Gísli Ólafsson, að heimili sonar síns að Lundar, Man. Fæddur
20. nóv. 1863 á Víðivöllum í Fljótsdal. Foreldrar: Ólafur Vigf-
ússon og Guðrún Þorláksdóttir.
27. Sigurbjörg Símonardóttir Jóhannson, ekkja Björns Jóhannsson
frá Ósi á Skógaströnd (d. 1922), að heimili sonar síns í grennd
við Kuroki, Sask. Fædd að Sléttu í Aðalvík í ísafjarðarsýslu
18. apríl 1853. Foreldrar: Símon Sigurðarson og Sigurlaug
Einarsdóttir. Kom vestur um haf með manni sínum á árunum
1887-88.
NÓVEMBER 1945
2. Guðrún Þorvarðardóttir, kona Jóns Guðjónssonar, að heimili
sínu í Mikley, Man. Fædd 10. nóv. 1878 að Hofsstöðum í
Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar: Þorvarður Erelndsson og Sessil-
ía Einarsdóttir.
9. Ásgeir Júlíus Sveinsson veggfóðrari, að heimili sínu í Winni-
peg, 73 ára að aldri; hafði um langt skeið verið búsettur þar
í borg.